Vill að FBI rannsaki FaceApp Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. júlí 2019 07:50 Chuck Schumer óttast að rússneskir eigendur smáforritsins FaceApp muni hagnýta persónuupplýsingar notenda. Getty/ Mark Wilson Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum, og þar á meðal hér á landi. Talið er að reglulegir notendur séu um 80 milljón talsins um víða veröld. Með FaceApp geta notendur tekið mynd af sér og breytt henni þannig að þeir virðist mun eldri eða yngri. Schumer segist hafa af þessu miklar áhyggjur og óttast að upplýsingarnar sem forritið afli í leiðinni verði notaðar í annarlegum tilgangi og að óvinveitt erlend ríki gætu nýtt sér þær. Wireless Lab, fyrirtækið sem á og þróar FaceApp, er rússneskt og staðsett í Sankti Pétursborg. Talsmenn þess hafna því alfarið að upplýsingarnar séu geymdar um alla framtíð, þeim sé eytt eftir að myndunum hefur verið breytt. Þá segir fyrirtækið aukinheldur að persónuupplýsingar notenda rati aldrei nokkurn tímann til Rússlands. Schumer tekur þeim útskýringum með fyrirvara og vill að alríkislögreglan rannsaki málið.BIG: Share if you used #FaceApp: The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks now Because millions of Americans have used it It’s owned by a Russia-based company And users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 Hann er ekki eini demókratinn sem hefur haft áhyggjuraf smáforritinu. Þannig hefur landsnefnd Demókrataflokksins varað forsetaframbjóðendur, sem sækjast eftir útnefningu demókrata fyrir kosningarnar á næsta ári, við því að nota FaceApp. „Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar öryggisógnirnar eru, en það er þó ljóst að kostirnir sem fylgja því að sniðganga smáforritið eru fleiri en gallarnir,“ er haft eftir yfirmanni öryggismála hjá flokknum á vef Washington Post. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tækni Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, Chuck Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum, og þar á meðal hér á landi. Talið er að reglulegir notendur séu um 80 milljón talsins um víða veröld. Með FaceApp geta notendur tekið mynd af sér og breytt henni þannig að þeir virðist mun eldri eða yngri. Schumer segist hafa af þessu miklar áhyggjur og óttast að upplýsingarnar sem forritið afli í leiðinni verði notaðar í annarlegum tilgangi og að óvinveitt erlend ríki gætu nýtt sér þær. Wireless Lab, fyrirtækið sem á og þróar FaceApp, er rússneskt og staðsett í Sankti Pétursborg. Talsmenn þess hafna því alfarið að upplýsingarnar séu geymdar um alla framtíð, þeim sé eytt eftir að myndunum hefur verið breytt. Þá segir fyrirtækið aukinheldur að persónuupplýsingar notenda rati aldrei nokkurn tímann til Rússlands. Schumer tekur þeim útskýringum með fyrirvara og vill að alríkislögreglan rannsaki málið.BIG: Share if you used #FaceApp: The @FBI & @FTC must look into the national security & privacy risks now Because millions of Americans have used it It’s owned by a Russia-based company And users are required to provide full, irrevocable access to their personal photos & data pic.twitter.com/cejLLwBQcr — Chuck Schumer (@SenSchumer) July 18, 2019 Hann er ekki eini demókratinn sem hefur haft áhyggjuraf smáforritinu. Þannig hefur landsnefnd Demókrataflokksins varað forsetaframbjóðendur, sem sækjast eftir útnefningu demókrata fyrir kosningarnar á næsta ári, við því að nota FaceApp. „Á þessari stundu er ekki ljóst hverjar öryggisógnirnar eru, en það er þó ljóst að kostirnir sem fylgja því að sniðganga smáforritið eru fleiri en gallarnir,“ er haft eftir yfirmanni öryggismála hjá flokknum á vef Washington Post.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tækni Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira