Segir sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs ekki hagræðingaraðgerð Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2019 16:00 Sameiningin er fyrirhuguð frá næstu áramótum. Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun
Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent