Segir sameiningu Mannvirkjastofnunar og Íbúðalánasjóðs ekki hagræðingaraðgerð Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2019 16:00 Sameiningin er fyrirhuguð frá næstu áramótum. Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Með frumvarpinu er lagt til að tvær stofnanir, Íbúðalánasjóður og Mannvirkjastofnun verði lagðar niður og nýrri stofnun, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði falið að annast húsnæðis- og mannvirkjamál. Fjármálaumsýsla vegna eldri starfsemi Íbúðalánasjóðs verður aðskilin frá nýrri stofnun eftir því sem segir í Samráðsgáttinni. Ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, Gissur Pétursson, segir í samtali við Vísi að gert sé ráð fyrir því að starfsemi sem tengist fjármálaumsýslunni muni falla til fjármálaráðuneytisins eftir sameiningu Íbúðalánasjóðs og Mannvirkjastofnunar. Opnað hefur verið fyrir umsagnir við frumvarpið og gefst frestur til 6. ágúst næstkomandi. Verði frumvarpið að lögum verða stofnanirnar tvær sameinaðar frá og með næstu áramótum.Starfsemi vegna lánasafns færist til fjármálaráðuneytisins Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, segir að markmiðið sé að bæta húsnæðismarkaðinn fyrir almenning. „Eitt af því sem reynsla síðustu ára hefur kennt okkur er að það hefur skort ákveðna yfirsýn yfir húsnæðismarkaðinn og hana öðlumst við með því að færa ábyrgð og eftirlit með húsnæðis- og byggingarmálum á eina hendi,“ segir ráðherrann. 28 hafa starfað hjá Mannvirkjastofnun og 80 hjá Íbúðalánasjóði, í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, að öllum starfsmönnum yrði boðið starf hjá nýrri stofnun. Ekki verði gripið til uppsagna í tengslum við sameiningu. Í samtali við Vísi segir Gissur, sem sat í starfshópnum sem mælti með sameiningu, að markmiðið með sameiningunni verði að auka skilvirkni í málaflokkunum. Samvinna stofnananna hafi verið þó nokkur undanfarið þrátt fyrir að sum verkefna Mannvirkjastofnunar séu vel fjarri verkahring Íbúðalánasjóðs. En brunavarnir og rafmagnseftirlit eru meðal málefna sem heyra undir Mannvirkjastofnun. Spurður að því hvort þeir flokkar eigi erindi undir félagsmálaráðuneytið segir Gissur að brunavarnir hafi lengi vel heyrt undir það ráðuneyti áður en Mannvirkjastofnun var sett á laggirnar árið 2011.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisinsTvær forstjórastöður verða að einni Gissur segir að starfsfólk stofnananna taki vel í áætlanir um sameiningu og liður í því sé að engum verði sagt upp. Þó séu eins og í flestum sameiningartilvikum einhverjir neikvæðir innan stofnananna. „Þetta er ekki hagræðingaraðgerð, við erum ekki að sameina tvö flugfélög,“ segir Gissur og bætir við að verið sé að steypa saman tveimur sterkum stofnunum með þó nokkuð ólíka starfsemi, starfsemi sem ætti þó að geta rúmast undir einu nafni. Stofnununum tveimur er í dag stýrt af sitt hvorum forstjóranum, Hermann Jónasson fer fyrir Íbúðalánasjóði en Björn Karlsson stýrir Mannvirkjastofnun. Ljóst er samkvæmt frumvarpinu að forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar yrði aðeins einn. Gissur segir að það eigi eftir að fara í þá vinnu en ítrekar að öllum starfsmönnum verði boðið starf hjá nýrri stofnun
Félagsmál Húsnæðismál Stjórnsýsla Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira