Blikar úr leik eftir tap í Vaduz

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur skoraði mark Breiðabliks.
Höskuldur skoraði mark Breiðabliks. vísir/bára
Breiðablik er úr leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-1 tap fyrir Vaduz á útivelli í kvöld. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli.Leikurinn í kvöld var miklu opnari og skemmtilegri en sá fyrri í Kópavoginum. En þrátt fyrir ágæt færi beggja liða í fyrri hálfleik var staðan markalaus að honum loknum.Mohamed Coulibaly kom Vaduz yfir eftir hornspyrnu á 57. mínútu. Þrátt fyrir það þurftu Blikar aðeins eitt mark til að komast áfram.Staða þeirra versnaði til muna þegar Dominik Schwizer kom heimamönnum í 2-0 á 79. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Milan Gajic sem Gunnleifur Gunnleifsson varði.Thomas Mikkelsen fékk dauðafæri þremur mínútum seinna en skaut framhjá.Höskuldur Gunnlaugsson minnkaði muninn í 2-1 þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en nær komust Blikar ekki.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.