Real Madrid farið að kaupa stjörnur í kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 12:30 Mynd/Twitter/@KosovareAsllani Real Madrid hefur loksins ákveðið að láta af karlrembunni og vera með kvennalið hjá félaginu. Forráðamenn félagsins eru þekktir fyrir að kaupa stórstjörnur fyrir karlaliðið og þeir ætla greinilega að fara sömu leið hjá konunum. Real Madrid byrjar þó ekki alveg á núllpunkti. Real Madrid mun nefnilega taka yfir kvennaliðið CD Tacon og nafn liðsins mun ekki breytast í Real Madrid fyrr en næsta sumar. Sænska stórstjarnan Kosovare Asllani var því í raun að semja við CD Tacon en tilkynnti það stolt á samfélagsmiðlum að hún væri fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sitt nýja kvennalið eins og sjá má hér fyrir neðan.Proud to announce that I’ll be the first official signing for Real Madrid/Cd Tacon. Excited to write history, to help build and be part of this teams journey from the very start. It’ll be a dream to wear the most beautiful jersey in the world starting next season. HALA MADRID pic.twitter.com/QnJDSE8wqH — Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) July 18, 2019„Ég er stolt að geta tilkynnti það að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem semur við Real Madrid/Cd Tacon. Spennt að skrifa söguna og fá að taka þátt í ferðalaginu frá byrjun. Það er draumur að fá að klæðast fallegustu fótboltatreyju í heimi frá og með næsta tímabili. Áfram Madrid,“ skrifaði Kosovare Asllani. Sænska landsliðið vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og markahæsti leikmaður liðsins var einmitt Kosovare Asllani. Hún skoraði sem dæmi fyrsta markið í 2-1 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Kosovare Asllani heldur upp á þrítugsafmælið sitt eftir tíu daga en spilaði undanfarin ár með Linköpings FC í Svíþjóð en hafði þar á undan leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City. Kosovare Asllani hefur skorað 32 mörk í 126 landsleikjum með Svíum og er áttundi markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.Real Madrid welcomes Sweden star Kosovare Asllani as the club's first signing for its new women's team https://t.co/pCRlBNdkKwpic.twitter.com/27jn3rL6NK — Planet Fútbol (@si_soccer) July 18, 2019 CD Tacon er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa unnið spænsku b-deildina á síðustu leiktíð. Bæði Barcelona og Atletico Madrid, helstu andstæðingar Real Madrid hjá körlunum er bæði komin með mjög öflug kvennalið og það fyrir mörgum árum. Barcelona komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Atlético Madrid hefur unnið spænsku deildina undanfarin þrjú tímabil þar sem Barcelona hefur alltaf endaði í öðru sætiSweden's @KosovareAsllani becomes Real Madrid's first-ever signing for their women's team pic.twitter.com/0Uj50ZcCpg — B/R Football (@brfootball) July 18, 2019 Fótbolti Spánn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira
Real Madrid hefur loksins ákveðið að láta af karlrembunni og vera með kvennalið hjá félaginu. Forráðamenn félagsins eru þekktir fyrir að kaupa stórstjörnur fyrir karlaliðið og þeir ætla greinilega að fara sömu leið hjá konunum. Real Madrid byrjar þó ekki alveg á núllpunkti. Real Madrid mun nefnilega taka yfir kvennaliðið CD Tacon og nafn liðsins mun ekki breytast í Real Madrid fyrr en næsta sumar. Sænska stórstjarnan Kosovare Asllani var því í raun að semja við CD Tacon en tilkynnti það stolt á samfélagsmiðlum að hún væri fyrsti leikmaðurinn sem Real Madrid fær í sitt nýja kvennalið eins og sjá má hér fyrir neðan.Proud to announce that I’ll be the first official signing for Real Madrid/Cd Tacon. Excited to write history, to help build and be part of this teams journey from the very start. It’ll be a dream to wear the most beautiful jersey in the world starting next season. HALA MADRID pic.twitter.com/QnJDSE8wqH — Kosovare Asllani (@KosovareAsllani) July 18, 2019„Ég er stolt að geta tilkynnti það að ég verð fyrsti leikmaðurinn sem semur við Real Madrid/Cd Tacon. Spennt að skrifa söguna og fá að taka þátt í ferðalaginu frá byrjun. Það er draumur að fá að klæðast fallegustu fótboltatreyju í heimi frá og með næsta tímabili. Áfram Madrid,“ skrifaði Kosovare Asllani. Sænska landsliðið vann brons á heimsmeistaramótinu í Frakklandi í sumar og markahæsti leikmaður liðsins var einmitt Kosovare Asllani. Hún skoraði sem dæmi fyrsta markið í 2-1 sigri á Englandi í leiknum um þriðja sætið. Kosovare Asllani heldur upp á þrítugsafmælið sitt eftir tíu daga en spilaði undanfarin ár með Linköpings FC í Svíþjóð en hafði þar á undan leikið með liðum eins og Chicago Red Stars, Paris Saint-Germain og Manchester City. Kosovare Asllani hefur skorað 32 mörk í 126 landsleikjum með Svíum og er áttundi markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi.Real Madrid welcomes Sweden star Kosovare Asllani as the club's first signing for its new women's team https://t.co/pCRlBNdkKwpic.twitter.com/27jn3rL6NK — Planet Fútbol (@si_soccer) July 18, 2019 CD Tacon er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni á komandi tímabili eftir að hafa unnið spænsku b-deildina á síðustu leiktíð. Bæði Barcelona og Atletico Madrid, helstu andstæðingar Real Madrid hjá körlunum er bæði komin með mjög öflug kvennalið og það fyrir mörgum árum. Barcelona komst alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð og Atlético Madrid hefur unnið spænsku deildina undanfarin þrjú tímabil þar sem Barcelona hefur alltaf endaði í öðru sætiSweden's @KosovareAsllani becomes Real Madrid's first-ever signing for their women's team pic.twitter.com/0Uj50ZcCpg — B/R Football (@brfootball) July 18, 2019
Fótbolti Spánn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Sjá meira