Innlent

Talið að tveir full­orðnir hafi smitast af E. coli

Sylvía Hall skrifar
E.coli bakterían er rakin til Efstadals II en beðið er nú niðurstaðna úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara einstaklinga við bæinn.
E.coli bakterían er rakin til Efstadals II en beðið er nú niðurstaðna úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara einstaklinga við bæinn. vísir/getty
Á vef Embættis landlæknis kemur fram að sýni frá fjórtán einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu voru rannsökuð í dag. Niðurstöðurnar benda til þess að tveir fullorðnir hafi smitast.

Beðið er nú eftir staðfestingu á því hvort um sömu bakteríu sé að ræða og hjá börnunum sem greindust. Alls hafa nítján börn greinst með E. coli sýkingu á undanförnum viknum en sem stendur er ekkert barn inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins vegna bakteríunnar.

Niðurstaða úr staðfestingaprófum getur tekið tvo til þrjá daga. Þá má sömuleiðis vænta niðurstaðna úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum en uppspretta E. coli-hrinunnar var rakin til ferðaþjónustubæjarins fyrr í mánuðinum.


Tengdar fréttir

Hætta á að erlendir ferðamenn hafi smitast í E. coli-faraldrinum og haldið heim til sín

Sóttvarnalæknir segir að enn geti bæst í hóp þeirra 16 barna sem vitað er að greinst hafi með sýkingu af völdum E. coli-bakteríunnar sem rekja má til Efstadals II. Hann þekki dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi veikst fljótlega eftir heimkomu úr Íslandsferðum. Möguleiki sé á að þeir hafi einnig sýkst vegna bakteríunnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.