Innlent

Talið að tveir full­orðnir hafi smitast af E. coli

Sylvía Hall skrifar
E.coli bakterían er rakin til Efstadals II en beðið er nú niðurstaðna úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara einstaklinga við bæinn.
E.coli bakterían er rakin til Efstadals II en beðið er nú niðurstaðna úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara einstaklinga við bæinn. vísir/getty

Á vef Embættis landlæknis kemur fram að sýni frá fjórtán einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu voru rannsökuð í dag. Niðurstöðurnar benda til þess að tveir fullorðnir hafi smitast.

Beðið er nú eftir staðfestingu á því hvort um sömu bakteríu sé að ræða og hjá börnunum sem greindust. Alls hafa nítján börn greinst með E. coli sýkingu á undanförnum viknum en sem stendur er ekkert barn inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins vegna bakteríunnar.

Niðurstaða úr staðfestingaprófum getur tekið tvo til þrjá daga. Þá má sömuleiðis vænta niðurstaðna úr faraldsfræðilegum rannsóknum á tengslum þessara tveggja einstaklinga við Efstadal II á næstu dögum en uppspretta E. coli-hrinunnar var rakin til ferðaþjónustubæjarins fyrr í mánuðinum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.