Fótbolti

Svissnesk landsliðskona stakk sér til sunds og hefur ekki sést síðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Florijana Ismaili var með Sviss á HM 2015.
Florijana Ismaili var með Sviss á HM 2015. Getty/Mike Hewitt
Svissneska knattspyrnukonan FlorijanaIsmaili hefur ekki sést síðan hún hvarf ofan í Como vatn á Ítalíu á laugardaginn.

FlorijanaIsmaili er 24 ára gömul en hún spilar með BSC YoungBoys og er fyrirliði liðsins. Hún hefur spilað tíu landsleiki fyrir Sviss.

Leit að Florijönu stendur enn yfir að sögn lögreglu. 

Samkvæmt frétt ítalska blaðsins Corriere della Sera þá ætlaði FlorijanaIsmaili að eiga þægilega og afslappandi dag á Como vatninu ásamt liðsfélaga sínum. Þær tóku uppblásin bát á leigu nálægt bænum Musso.

„Hún stakk sér síðan til sunds í vatninu en kom aldrei upp aftur,“ segir í frétt Corriere della Sera.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.