Innlent

Banaslys skammt frá Hólmavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Vísir
Ökumaður bifhjóls lést eftir alvarlegt umferðarslys á Innstrandavegi, skammt frá Hólmavík, síðdegis í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Í tilkynningu lögreglunnar segir að síðdegis í gær hafi henni borist tilkynning um alvarlegt umferðarslys.

 

Þar hafði bifhjóli verið ekið aftan á bifreið með þeim afleiðingum að ökumaður bifhjólsins slasaðist mikið og lést skömmu síðar. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Það er lögreglan á Vestfjörðum sem fer með rannsókn málsins í samvinnu við tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá kom rannsóknarnefnd samgönguslysa einnig á vettvang vegna rannsóknar málsins.

Um er að ræða annað banaslysið á innan við viku á Vestfjörðum. Starfsmaður á veghefli á Ingjaldssandsvegi lést þann 27. júní síðastliðinn við störf.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×