Löggan á Suðurnesjum aldrei stoppað jafn ölvaðan mann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2019 11:13 Lögreglumenn höfðu aldrei séð aðra eins tölu. Vísir Hann var búinn að fá sér í allar tærnar ökumaðurinn sem lögreglumenn á Suðurnesjum þurftu að hafa afskipti af í umdæminu í hádeginu í gær. Borist hafði tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar og fylgdi skráningarnúmer ökutækisins. Lögreglan stöðvaði för ökumannsins og ræddu við hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst hafi verið um leið að ökumaðurinn væri alls ekki í standi til að aka bíl. Raunar væri hann ekki í standi til að vera á fótum. Manninum var tilkynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og beðinn um að blás í áfengismæli. Mælirinn sýndi hvorki meira né minna en 4,1 prómill. Samkvæmt nýjum umferðarlögum er hámark leyfilegs magns í blóði 0,2 prómill þótt sú breyting sé ekki gengin í gegn. Viðmiðið er enn 0,5 prómill. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonast til að sjá hana aldrei aftur. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt. Á vef Félags bifreiðaeigenda má sjá viðmið varðandi ölvunarakstur. Þar segir að þegar magn vínanda í blóði er yfir 4,0 prómill séu áhrif á aksturshæfni á þann veg að viðkomandi geti verið meðvitundarlaus, viðbragð takmarkað, ökuhæfni engin, viðkomandi jafnvel sofnaður eða dáinn áfengisdauða. Viðkomandi hafi líklega innbirt 15-20 drykki. Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Hann var búinn að fá sér í allar tærnar ökumaðurinn sem lögreglumenn á Suðurnesjum þurftu að hafa afskipti af í umdæminu í hádeginu í gær. Borist hafði tilkynning um rásandi aksturslag bifreiðar og fylgdi skráningarnúmer ökutækisins. Lögreglan stöðvaði för ökumannsins og ræddu við hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ljóst hafi verið um leið að ökumaðurinn væri alls ekki í standi til að aka bíl. Raunar væri hann ekki í standi til að vera á fótum. Manninum var tilkynnt að hann væri handtekinn grunaður um ölvun við akstur og beðinn um að blás í áfengismæli. Mælirinn sýndi hvorki meira né minna en 4,1 prómill. Samkvæmt nýjum umferðarlögum er hámark leyfilegs magns í blóði 0,2 prómill þótt sú breyting sé ekki gengin í gegn. Viðmiðið er enn 0,5 prómill. Vakthafandi lögreglumenn, sem nokkrir eiga tugi ára að baki í lögreglu, höfðu aldrei séð aðra eins tölu á áfengismælinum og vonast til að sjá hana aldrei aftur. Ökumaður þessi á von á ansi langri ökuleyfissviptingu og svimandi hárri sekt. Á vef Félags bifreiðaeigenda má sjá viðmið varðandi ölvunarakstur. Þar segir að þegar magn vínanda í blóði er yfir 4,0 prómill séu áhrif á aksturshæfni á þann veg að viðkomandi geti verið meðvitundarlaus, viðbragð takmarkað, ökuhæfni engin, viðkomandi jafnvel sofnaður eða dáinn áfengisdauða. Viðkomandi hafi líklega innbirt 15-20 drykki.
Lögreglumál Reykjanesbær Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira