Lífið

Bað systur sínar að koma betur fram við Jor­dyn Woods: „Við erum betri en þetta“

Sylvía Hall skrifar
Kylie Jenner.
Kylie Jenner. Vísir/Getty
Í síðasta þætti af raunveruleikaþáttunum Keeping Up With the Kardashians var skyggnst á bak við tjöldin í einu umdeildasta framhjáhaldi ársins. Helstu leikmenn í því voru þau Tristan Thompson, barnsfaðir og fyrrverandi kærasti Khloé Kardashian, og Jordyn Woods sem var um tíma besta vinkona yngstu Kardashian systurinnar.

Framhjáhaldið var umtalað á sínum tíma og hefur sýning þáttarins síðasta sunnudag komið málinu í sviðsljósið á ný. Þar má sjá viðbrögð fjölskyldunnar við fréttunum, þar á meðal þegar Kylie kemur vinkonu sinni til varnar.

Þegar fréttir bárust af því að Woods og Thompson höfðu verið innileg í teiti hjá Kylie ætlaði allt um koll að keyra. Í kjölfarið birti Kim Kardashian myndband á Instagram þar sem lagið „Don‘t Mess With My Man“ spilaðist og túlkuðu margir það sem skýr skilaboð til Woods.

„Mér finnst við vera stærri en þetta, við erum betri en þetta. Frekar hringja í hana eða tala við hana í persónu. Við þurfum ekki að leggja neinn í einelti,“ sagði Kylie í tilfinningaríku símtali við eldri systur sína Kim.

Málið tók greinilega á Kylie sem barðist við gráturinn í símtalinu. Hún sagðist hafa hitt Woods eftir atvikið þegar hún kom og sótti eigur sínar, en Kylie og Woods bjuggu saman um tíma.

„Ég sá það í augunum hennar, þetta tekur greinilega á hana,“ sagði Kylie og bætti við að enginn ætti svona framkomu skilið. Kim eyddi í kjölfarið myndbandinu.

 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.