Lífið

Biðst afsökunar á að hafa kennt Jordyn Woods um sundrung fjölskyldunnar

Sylvía Hall skrifar
Khloé hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Khloé hefur ekki átt sjö dagana sæla. Vísir/Getty
Khloé Kardashian hefur dregið til baka ummæli sín þar sem hún segir Jordyn Woods bera ábyrgð á sundrung fjölskyldu sinnar. Woods hefur verið í sviðsljósinu eftir að fregnir bárust af því hún hefði eytt nóttu með barnsföður Khloé, Tristan Thompson.

Woods tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í viðtalsþætti Jada Pinkett Smith á föstudag og sakaði Khloé hana um lygar í kjölfarið. Nú virðist raunveruleikastjarnan hafa dregið í land og segist sjá eftir ummælum sínum í garð Woods.

„Þessi vika er búin að vera hræðileg og ég veit að allir eru komnir með leið á að heyra þetta (þar á meðal ég). Ég er tilfinningarússíbani og hef sagt hluti sem ég hefði betur sleppt. Í allri hreinskilni, það að Tristan hafi haldið fram hjá mér og niðurlægt mig var ekki svona mikið áfall í fyrsta skiptið,“ skrifaði Khloé á Twitter-síðu sinni.

Hún bætti við að það hefði verið ósanngjarnt að kenna Woods um sundrung fjölskyldunnar. Það hafi verið erfitt að manneskja í hennar nánasta hring hafi sært hana svo mikið, enda hafi hún litið á Woods sem hluta af fjölskyldunni, en sökin liggi hjá Thompson sjálfum.

Að lokum segist Khloé ætla að halda áfram með lífið og vera þakklát fyrir fjölskylduna, heilsuna og dóttur sína True.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.