Lífið

Skilur ekki af hverju Tristan sendi henni af­mælis­kveðju

Sylvía Hall skrifar
Khloé Kardashian.
Khloé Kardashian. Vísir/Getty
Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian fagnaði 35 ára afmæli sínu á fimmtudag með pompi og prakt í faðmi fjölskyldu og vina.

Yngri systir Khloé, Kylie Jenner, hélt veislu systur sinni til heiðurs og var bleiki liturinn allsráðandi, bæði í veitingum og skreytingum. Það sem vakti þó mesta athygli í tengslum við afmæli Khloé var afmæliskveðja úr óvæntri átt.

Tristan Thompson, barnsfaðir Khloé og fyrrverandi kærasti hennar, óskaði henni til hamingju með daginn í færslu á Instagram-síðu sinni. Það fór ekki fram hjá mörgum að samband þeirra endaði með látum þegar sögusagnir um framhjáhald Thompson fóru á kreik en var það atvik með Jordyn Woods sem fór endanlega með sambandið.

Sjá einnig: Khloé Kardashian segir endanlega skilið við barnsföður sinn

„Til hamingju með daginn Khloé Kardashian. Þú ert fallegasta mannvera sem ég hef kynnst, að innan sem utan. Takk fyrir að vera ótrúleg móðir fyrir True. Hún er lánsöm að hafa einhvern eins og þig til þess að líta upp til. Ég óska þér einungis meiri velgengni og sendi jákvæða strauma til þín. Njóttu dagsins Koko,“ skrifaði Thompson í kveðjunni.

Samkvæmt heimildarmanni People kom kveðjan Kardashian fjölskyldunni á óvart og sagðist Khloé ekki alveg skilja hvers vegna að birti kveðjuna á samfélagsmiðlum. Fjölskyldan heldur þó að hann hafi gert það til þess eins að bæta sína eigin ímynd.

„Þau eiga barn saman en eru ekki saman. Fjölskyldan heldur að hann hafi birt þetta því hann vill láta sig líta betur út. Tristan og Khloé sinna uppeldinu saman en lengra nær það ekki,“ er haft eftir heimildarmanninum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.