Lífið

Dramatísk stikla fyrir næstu seríu um Kardashian fjölskylduna

Sylvía Hall skrifar
Khloé opnar sig um erfiðaleika hennar og barnsföður síns í stiklunni.
Khloé opnar sig um erfiðaleika hennar og barnsföður síns í stiklunni. Skjáskot
Sextánda sería af Keeping Up with the Kardashians verður frumsýnd þann 31. mars næstkomandi og ef marka má stiklu fyrir þáttaröðina verður nóg um að vera.  

Tökum á þáttaröðinni lauk áður en fréttir bárust af meintu framhjáhaldi Tristan Thompson, barnsföður Khloé Kardashian, og Jordyn Woods sem er besta vinkona yngstu Kardashian systurinnar. Þrátt fyrir það verður ótryggð Thomspon til umfjöllunar í þáttaröðinni, líklega í tengslum við fyrri framhjáhalds-skandala hans.

Ljóst er að Khloé og hennar líf verður fyrirferðarmikið í þáttaröðinni en í stiklunni talar hún um virðingarleysi Thompson, dóttur þeirra True og hvernig fólk leyfir sér að tala um fjölskylduna.

„Tristan elskar mig kannski, hvað sem það þýðir, en hann ber enga virðingu fyrir mér,“ segir Khloé.

Þá má einnig sjá fjölskylduna skála fyrir þeim Kylie og Jordyn í matarboði, brot úr dularfullum sunnudagsmessum fjölskyldunnar og Kim tala um mögulega flutninga hennar og rapparans Kanye West til heimaborgar hans, Chicago.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.