Fótbolti

Vantar allt „Messi“ í tölur Lionel Messi í útsláttarkeppnum með Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi gengur af velli í nótt.
Lionel Messi gengur af velli í nótt. Getty/Bruna Prado

Lionel Messi vinnur ekki titil með Argentínska landsliðinu í ár. Það var ljóst í nótt eftir Argentína tapaði undanúrslitaleik Copa America á móti Brasilíu.

Lionel Messi hefur raðað inn mörkum og titlum með Barcelona á sínum ferli en allt aðra sögu er að segja af honum á stórmótunum með argentínska landsliðinu.

Það vantar nefnilega allt „Messi“ í tölur Lionel Messi í útsláttarkeppnum með Argentínu. Hann hefur bara skorað 4 mörk í 20 leikjum með argentínska landsliðinu í leikjum upp á líf eða dauða á HM eða í Copa America.Einu mörk Lionel Messi í útsláttarkeppnum komu í tveimur keppnum, tvö mörk í Copa America 2007 og tvö mörk í Copa America 2016.

Messi náði ekki að skora í útsláttarkeppnum hinna sjö stórmótanna sem hann hefur tekið þátt í með argentínska landsliðinu.  Hann er markalaus í átta leikjum í útsláttarkeppnum heimsmeistaramótsins.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.