Vill endurskoða verklag við brottvísanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. júlí 2019 12:00 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna situr í þverpólitískri þingmannanefnd um útlendingamál. Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna brottvísana barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í næstu viku verður hin fjórtán ára gamla Zainab Safari og fjölskylda hennar send til Grikklands en bekkjarfélagar hennar í Hagaskóla hafa undanfarið barist fyrir áframhaldandi veru hennar. Þá hefur brottvísun afgangskra feðga einungis tímabundið verið frestað eftir að annar sonurinn fékk taugaáfall vegna kvíða. Það sem af er ári hefur 75 börnum verið synjað um alþjóðlega vernd. Endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Hins vegar hefur endursendingum ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. UNICEF hefur bent á að ekki sé ásættanlegt með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hagsmunir barna séu metnir ólíkir á grundvelli lagalegrar stöðu. Raunveruleg staða í flóttamannabúðum í Grikklandi sé sú sama. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna, sem situr í nefndinni, segir hana lítið hafa gert og í raun verið bitlausa. „Við höfum núna síðustu vikur beðið eftir því að ráðuneytin skoði það hvernig sé hægt að endurmóta nefndina þannig að hún nái betur styrk sínum. Þetta snýst í rauninni um það að nefndin geti unnið miklu betur og meira með stjórnsýslunni við úttekt á framkvæmdinni," segir Andrés Ingi. Í mörgum tilvikum sé ekki forsvaranlegt að senda fólk í viðkvæmri stöðu, sem glímir við veikindi eða með börn, aftur í hælisleitendakerfið í Grikklandi. Þrátt fyrir að endurskoðun á verkferlum sé langtímaverkefni nefndarinnar þurfi að bregðast strax við. „Það að bregðast við ástandinu í gríska hæliskerfinu er kannski eitthvað sem þolir enga bið og kallar ekkert á flókna útfærlsu. Þetta er bara ákvörðun sem þarf að taka á réttum stað. Og það er uppi í ráðuneyti," segir Andrés Ingi. Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Endurskoða þarf verklag við brottvísanir hælisleitenda til Grikklands að mati þingmanns Vinstri Grænna sem á sæti í þingmannanefnd um útlendingamál. Þær séu ekki forsvaranlegar í mörgum tilvikum. Hann segir að nefndin sem á að sinna eftirliti með framkvæmd laganna hafi verið bitlaus. Boðað hefur verið til mótmæla við Hallgrímskirkju á morgun vegna brottvísana barna sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi. Í næstu viku verður hin fjórtán ára gamla Zainab Safari og fjölskylda hennar send til Grikklands en bekkjarfélagar hennar í Hagaskóla hafa undanfarið barist fyrir áframhaldandi veru hennar. Þá hefur brottvísun afgangskra feðga einungis tímabundið verið frestað eftir að annar sonurinn fékk taugaáfall vegna kvíða. Það sem af er ári hefur 75 börnum verið synjað um alþjóðlega vernd. Endursendingum umsækjenda um alþjóðlega vernd til Grikklands frá Íslandi var hætt árið 2010 þar sem aðstæður í gríska hæliskerfinu voru taldar ófullnægjandi. Hins vegar hefur endursendingum ekki verið hætt hafi börnin þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. UNICEF hefur bent á að ekki sé ásættanlegt með tilliti til barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að hagsmunir barna séu metnir ólíkir á grundvelli lagalegrar stöðu. Raunveruleg staða í flóttamannabúðum í Grikklandi sé sú sama. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að þverpólitísk þingmannanefnd eigi að meta framkvæmd útlendingalaga og eftir atvikum endurskoða þau. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri Grænna, sem situr í nefndinni, segir hana lítið hafa gert og í raun verið bitlausa. „Við höfum núna síðustu vikur beðið eftir því að ráðuneytin skoði það hvernig sé hægt að endurmóta nefndina þannig að hún nái betur styrk sínum. Þetta snýst í rauninni um það að nefndin geti unnið miklu betur og meira með stjórnsýslunni við úttekt á framkvæmdinni," segir Andrés Ingi. Í mörgum tilvikum sé ekki forsvaranlegt að senda fólk í viðkvæmri stöðu, sem glímir við veikindi eða með börn, aftur í hælisleitendakerfið í Grikklandi. Þrátt fyrir að endurskoðun á verkferlum sé langtímaverkefni nefndarinnar þurfi að bregðast strax við. „Það að bregðast við ástandinu í gríska hæliskerfinu er kannski eitthvað sem þolir enga bið og kallar ekkert á flókna útfærlsu. Þetta er bara ákvörðun sem þarf að taka á réttum stað. Og það er uppi í ráðuneyti," segir Andrés Ingi.
Alþingi Hælisleitendur Tengdar fréttir Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47 Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30 „Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30 Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
Safari fjölskyldan fær ekki alþjóðlega vernd á Íslandi: „Þau brotnuðu algjörlega saman“ Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla, sem hefur kennt Zainab í vetur segir að það sé alveg ljóst að krökkunum Zainab og Amir bíði ömurlegar aðstæður í Grikklandi. 3. júlí 2019 11:47
Kolbeinn telur að stjórnvöld hafi mátt gera betur í málefnum afgönsku feðganna Kolbeinn Óttarsson Proppé vill auðmjúkur taka við réttlátri reiði. 3. júlí 2019 11:30
„Það þarf enga andskotans nefnd“ Vinstri græn fordæmd vegna máls afgönsku feðganna. 3. júlí 2019 10:30
Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. 1. júlí 2019 19:00