Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júlí 2019 17:42 Eva Þóra furðar sig á því að flokka þurfi fólk eftir kynþætti innan heilbrigðiskerfisins. Aðsend Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé. Heilbrigðismál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Eva Þóra Hartmannsdóttir hjúkrunarfræðinemi var í gær í 25 vikna skoðun hjá Mæðravernd. Hún segir farir sínar ekki sléttar og lýsir því að hafa sætt meðferð sem margar aðrar konur eiga ekki að venjast. Segir hún það hafa verið vegna uppruna hennar. Eva var meðal annars flokkuð sem „negríti“ á sjúkraskrá sinni. Eva Þóra lýsir því í samtali við fréttastofu að við komu í 25 vikna skoðun hafi henni verið gert að taka könnun þar sem hún var meðal annars spurð hvort hún þyrfti að taka svokallað sykurþolspróf. Eva hafi svarað öllu þar að lútandi neitandi en afrískur uppruni hennar hafi samt verið nóg til þess að gefa tilefni til að senda hana í slíkt próf. Eva segist ekki hafa kippt sér upp við þá niðurstöðu en þó hafi henni þótt hún undarleg. Hún segir að við nánari athugun, þegar hún spurði vinkonur sínar sem nýlega hafa verið óléttar hafi komið á daginn að þeim hafi ekki verið gert að taka sykurþolspróf, eins og henni. „Mér datt þá ekkert annað í hug en að þetta væri af því að ég er frá Afríku.“Kölluð „negríti“ í sjúkraskránni Annað atriði sem Eva furðar sig á er hugtakanotkun sem hún varð vör við í skoðuninni. Segir hún hjúkrunarfræðing hafa hakað við orðið „negríti“ í sjúkrasögu Evu. „Mér fannst það ótrúlega skrýtið. Ég hef aldrei heyrt þetta orð áður og ég skildi ekki alveg tilganginn,“ segir Eva. Hún hafi hvorki vitað hvers vegna hún þyrfti að gangast undir sykurþolsprófið né hvers vegna tilgreina þurfi kynþátt fólks í sjúkrasögu þess. Eva segir fátt hafa verið um svör hjá Mæðravernd þegar hún gerði athugasemd við orðanotkunina. Svona hafi þetta alltaf verið þó skrýtið sé.
Heilbrigðismál Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira