Dómarinn hunsaði VAR-dómarana og neitaði í tvígang að skoða Varsjána Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 09:30 Lionel Messi reynir að tala við ekvadorska dómarann og aðstoðarmenn hans. AP//Ricardo Mazalan Argentínumenn hafa sent inn formlega kvörtun vegna ekvadorska dómarans sem dæmdi undanúrslitaleik Argentínu og Brasilíu í Copa America. Brasilía vann leikinn 2-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Lionel Messi missir því af enn einum titlinum og hann var mjög reiður út í dómara leiksins í viðtölum eftir leik. Það er óvenjulegt að heyra Messi missa sig í viðtali en hann var mjög svekktur. Messi vildi eins og fleiri að dómarinn skoðaði betur tvö umdeild atvik þar sem argentínska liðið átti að fá vítaspyrnu. Nú eru komnar fram upplýsingar um að VAR-dómararnir hafi viljað að dómarinn skoðaði þessi atvik en að dómarinn frá Ekvador hafi tvisvar neitað að skoða Varsjána. Úrúgvæmaðurinn Leodan Gonzalez, sem var hæstráðandi í VAR-herberginu, segist hafa beðið Roddy Zambrano dómara um að skoða þessi atvik betur. Zambrano vildi aftur á móti ekki heyra á það minnst. Argentínska knattspyrnusambandið hefur nú óskað eftir því að samtal Zambrano dómara og VAR-herbergisins verði gert opinbert til að fá þetta á hreint. Suðurameríska sambandið, CONMEBOL, hefur staðfest að það voru einhver vandræði með VAR-kerfið fyrir leikinn í Belo Horizonte en það hafi verið búið að laga það þegar leikurinn hófst. Vandræðin tengdust því að Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, var meðal áhorfenda. Samskipti öryggisvarða hans voru á sömu tíðni og VAR-kerfið. Það verður fróðlegt að sjá hvort að argentínska sambandið fái það í gegn að samskipti dómarans og VAR-herbergisins verði gerð opinber og þetta mál kallar líka á umræðu um rétt VAR-dómaranna. Hversu miklu ráða þeir þegar umdeild atvik kalla á frekari skoðun? Copa América Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Argentínumenn hafa sent inn formlega kvörtun vegna ekvadorska dómarans sem dæmdi undanúrslitaleik Argentínu og Brasilíu í Copa America. Brasilía vann leikinn 2-0 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum. Lionel Messi missir því af enn einum titlinum og hann var mjög reiður út í dómara leiksins í viðtölum eftir leik. Það er óvenjulegt að heyra Messi missa sig í viðtali en hann var mjög svekktur. Messi vildi eins og fleiri að dómarinn skoðaði betur tvö umdeild atvik þar sem argentínska liðið átti að fá vítaspyrnu. Nú eru komnar fram upplýsingar um að VAR-dómararnir hafi viljað að dómarinn skoðaði þessi atvik en að dómarinn frá Ekvador hafi tvisvar neitað að skoða Varsjána. Úrúgvæmaðurinn Leodan Gonzalez, sem var hæstráðandi í VAR-herberginu, segist hafa beðið Roddy Zambrano dómara um að skoða þessi atvik betur. Zambrano vildi aftur á móti ekki heyra á það minnst. Argentínska knattspyrnusambandið hefur nú óskað eftir því að samtal Zambrano dómara og VAR-herbergisins verði gert opinbert til að fá þetta á hreint. Suðurameríska sambandið, CONMEBOL, hefur staðfest að það voru einhver vandræði með VAR-kerfið fyrir leikinn í Belo Horizonte en það hafi verið búið að laga það þegar leikurinn hófst. Vandræðin tengdust því að Jair Bolsanaro, forseti Brasilíu, var meðal áhorfenda. Samskipti öryggisvarða hans voru á sömu tíðni og VAR-kerfið. Það verður fróðlegt að sjá hvort að argentínska sambandið fái það í gegn að samskipti dómarans og VAR-herbergisins verði gerð opinber og þetta mál kallar líka á umræðu um rétt VAR-dómaranna. Hversu miklu ráða þeir þegar umdeild atvik kalla á frekari skoðun?
Copa América Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira