Kraftaverkið í Bern er 65 ára í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 16:30 Fritz Walter, fyrirliði Vestur-Þýskalands, með heimsmeistarabikarinn. Getty/ Ferdi Hartung Einn óvæntasti sigur knattspyrnusögunnar vannst á þessum degi fyrir 65 árum síðan. Þjóðverjar, þá Vestur-Þjóðverjar, urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 4. júlí 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum í Bern í Sviss. Þýska liðið kom þá í veg fyrir að lið, sem margir telja vera eitt besta knattspyrnulandslið sögunnar, náði að verða heimsmeistarar. Ungverjar voru Ólympíumeistarar frá 1952 og höfðu fyrir úrslitaleikinn leikið 32 leiki í röð án þess að tapa. Gulllið Ungverja var kallað „Mighty Magyars“ og í liðinu voru stórkostlegir knattspyrnumenn eins og framherjarnir Sándor Kocsis og Ferenc Puskás, sóknartengiliðurinn Nándor Hidegkuti, miðvörðurinn József Bozsik, kantmaðurinn Zoltán Czibor og markvörðurinn Gyula Grosics. Ungverska landsliðið var líka búið að eiga frábæra heimsmeistarakeppni, hafði unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim 25 mörk eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. Það sem gerði úrslitin í úrslitaleiknum enn ótrúlegri var að Ungverjar höfðu unnið 8-3 sigur á Vestur-Þjóðverjum í riðlakeppninni.Ungverska landsliðið komst líka í 2-0 eftir aðeins átta mínútna leik í úrslitaleiknum og það stefndi því í annan stórsigur. Vestur-Þjóðverjar minnkuðu muninn á 10. mínútu og jöfnuðu metin átta mínútum síðar. Helmut Rahn skoraði jöfnunarmarkið og síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Sigur Vestur-Þjóðverja er almennt talinn hafa hjálpað þjóðinni að rífa sig upp eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Ungverjar náðu aftur á móti aldrei upp á sama stall. Leikmenn eins og Sándor Kocsis og Ferenc Puskás spiluðu ekki fyrir ungverska landsliðið eftir að uppreisnin í Ungverjalandi braust út árið 1956.Vísir/GettyVísir/Getty HM 2022 í Katar Sviss Þýskaland Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Einn óvæntasti sigur knattspyrnusögunnar vannst á þessum degi fyrir 65 árum síðan. Þjóðverjar, þá Vestur-Þjóðverjar, urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn 4. júlí 1954 eftir 3-2 sigur á Ungverjalandi í úrslitaleiknum í Bern í Sviss. Þýska liðið kom þá í veg fyrir að lið, sem margir telja vera eitt besta knattspyrnulandslið sögunnar, náði að verða heimsmeistarar. Ungverjar voru Ólympíumeistarar frá 1952 og höfðu fyrir úrslitaleikinn leikið 32 leiki í röð án þess að tapa. Gulllið Ungverja var kallað „Mighty Magyars“ og í liðinu voru stórkostlegir knattspyrnumenn eins og framherjarnir Sándor Kocsis og Ferenc Puskás, sóknartengiliðurinn Nándor Hidegkuti, miðvörðurinn József Bozsik, kantmaðurinn Zoltán Czibor og markvörðurinn Gyula Grosics. Ungverska landsliðið var líka búið að eiga frábæra heimsmeistarakeppni, hafði unnið alla fjóra leiki sína og skorað í þeim 25 mörk eða 6,3 mörk að meðaltali í leik. Það sem gerði úrslitin í úrslitaleiknum enn ótrúlegri var að Ungverjar höfðu unnið 8-3 sigur á Vestur-Þjóðverjum í riðlakeppninni.Ungverska landsliðið komst líka í 2-0 eftir aðeins átta mínútna leik í úrslitaleiknum og það stefndi því í annan stórsigur. Vestur-Þjóðverjar minnkuðu muninn á 10. mínútu og jöfnuðu metin átta mínútum síðar. Helmut Rahn skoraði jöfnunarmarkið og síðan sigurmarkið sex mínútum fyrir leikslok. Sigur Vestur-Þjóðverja er almennt talinn hafa hjálpað þjóðinni að rífa sig upp eftir hörmungar seinni heimsstyrjaldarinnar. Ungverjar náðu aftur á móti aldrei upp á sama stall. Leikmenn eins og Sándor Kocsis og Ferenc Puskás spiluðu ekki fyrir ungverska landsliðið eftir að uppreisnin í Ungverjalandi braust út árið 1956.Vísir/GettyVísir/Getty
HM 2022 í Katar Sviss Þýskaland Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira