Segir að hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 12:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur. Hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bindur vonir við að ráðist verði í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbanka. „Ég held að það sé verkefni sem er óhjákvæmilegt að fara í. Ég geri mér vonir um að það verði hafist handa við sölu á eignarhlutum ríkisins fyrir lok þessa kjörtímabils. Það þýðir á næsta ári að öllum líkindum,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir verkefnið nauðsynlegt í ljósi breytinga á fjármálakerfinu. „Það er ekki skynsamlegt fyrir ríkið að binda fjármuni upp á 400 og eitthvað milljarða í fjármálakerfi allra síst á komandi árum. Við vitum að hér verða gríðarlegar breytingar á fjármálakerfinu og hugmyndir okkar um rekstur banka munu breytast hér verulega og það er ekki hlutverk ríkisins að taka þátt í því,“ sagði Óli Björn. Í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að ekki hægt að útloka að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. „Ég held að það séu viðvörunarorð sem menn eigi að hlusta á. Bjarni er ekki sá fyrsti sem vekur athygli á því að það er ekki sjálfgefið að verðmæti hlutabréfa ríkisins í bönkunum haldist eða hækki á komandi árum. Það eru líkur á því að það kunni að lækka, að minnsta kosti á meðan ríkið heldur um. Hins vegar geta einstaklingar og einstaklingar hafa sýnt það, ekki bara í bankakerfinu víða um heim, heldur líka bara í eignarhaldi á öðrum fyrirtækjum að þeim tekst betur að ávaxta sitt heldur en ríkið,“ sagði Óli Björn. Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir óhjákvæmilegt að ráðast í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur. Hlusta verði á viðvörunarorð þess efnis að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, bindur vonir við að ráðist verði í sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum tveimur, Íslandsbanka og Landsbanka. „Ég held að það sé verkefni sem er óhjákvæmilegt að fara í. Ég geri mér vonir um að það verði hafist handa við sölu á eignarhlutum ríkisins fyrir lok þessa kjörtímabils. Það þýðir á næsta ári að öllum líkindum,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir verkefnið nauðsynlegt í ljósi breytinga á fjármálakerfinu. „Það er ekki skynsamlegt fyrir ríkið að binda fjármuni upp á 400 og eitthvað milljarða í fjármálakerfi allra síst á komandi árum. Við vitum að hér verða gríðarlegar breytingar á fjármálakerfinu og hugmyndir okkar um rekstur banka munu breytast hér verulega og það er ekki hlutverk ríkisins að taka þátt í því,“ sagði Óli Björn. Í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að ekki hægt að útloka að verðmæti bankanna geti rýrnað á næstu árum. „Ég held að það séu viðvörunarorð sem menn eigi að hlusta á. Bjarni er ekki sá fyrsti sem vekur athygli á því að það er ekki sjálfgefið að verðmæti hlutabréfa ríkisins í bönkunum haldist eða hækki á komandi árum. Það eru líkur á því að það kunni að lækka, að minnsta kosti á meðan ríkið heldur um. Hins vegar geta einstaklingar og einstaklingar hafa sýnt það, ekki bara í bankakerfinu víða um heim, heldur líka bara í eignarhaldi á öðrum fyrirtækjum að þeim tekst betur að ávaxta sitt heldur en ríkið,“ sagði Óli Björn.
Alþingi Íslenskir bankar Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira