Innlent

Að minnsta kosti sjö bæjarhátíðir standa nú yfir um land allt

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ein stærsta ferðahelgi ársins stendur nú yfir. Að minnsta kosti sjö bæjarhátíðir standa nú yfir um land allt og leikur veðrið við landsmenn. Fjölmargir kepptu í skógarhöggsgreinum í Heiðmörk. 

Fjölmargar bæjarhátíðir fara fram um land allt um helgina. Má þar nefna Ólafsvíkurvöku, Bryggjuhátíð á Stokkseyri, Dýrafjarðardaga á Þingeyri, Markaðshelgi í Bolungarvík, Þjóðhátíð á Siglufirði, Írska daga á Akranesi og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.

Stærstar eru þó bæjarhátíðarnar Írskir dagar á Akranesi og Goslokahátíðin í Eyjum.

Veðrið leikur við gesti Vestmannaeyja sem fagna endalokum gossins í Heimaey frá 1973. Um ellefu þúsund manns voru á tónleikum sem fram fóru í Vestmannaeyjum í gær að sögn skipuleggjanda hátíðarinnar. Á goslokahátíðinni fagna Vestmannaeyjar því einnig að hundrað ára eru frá því að bærinn fékk kaupstaðarréttindi.

Fréttastofa náði einnig tali af skipuleggjanda Írskra daga á Akranesi sem sagði veðri leika bæjarbúa og gesti, en hápunktur hátíðarinnar er hið vinsæla lopapeysuball sem fram fer í kvöld. Að sögn skipuleggjanda hefur hátíðin gengið vel og átti hann erfitt með að leyna gleðinni sem ríkti á skaganum.

Þá var margt um að vera í Reykjavík í dag.

Margir kíktu á Skógarleikana sem fram fóru í Heiðmörk. Keppt var í skógarhöggsgreinum á borð við trjáklifur og bolahögg. Þá gafst gestum kostur á að læra að tálga, vinna skúlptúra úrtrjábolum  og grilla súrdeigsbrauð á trjágrein yfir varðeldi.

Sól og blíða var í Reykjavík í dagSIGURJÓN ÓLASON



Fleiri fréttir

Sjá meira


×