Verja eigi fólk gagnvart heimilisofbeldi í vinnunni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2019 20:30 Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Forseti ASÍ vonast til að Ísland geti fullgilt nýja alþjóðlega samþykkt um ofbeldi og áreiti í vinnuumhverfinu hratt og örugglega. Í samþykktinni felst sú nýung að fólk verði varið í vinnunni búi það við heimilisofbeldi og að atvinnurekanda beri skylda að taka tillit til fólks sem er að losna úr ofbeldissambandi. Þörf sé á umræðu um þessi mál á vinnumarkaði hér á landi. Alþjóðavinnumálastofnunin samþykkti á 100 ára afmælisþingi sínu nýjan sáttmála um vernd gegn ofbeldi og áreiti í heimi vinnunnar. Þingið stendur yfir í um tvær vikur og þar fer fram milliliðalaust samtal milli launafólks, atvinnurekenda og ríkistjórnar flestra landa heimsins. svokallað þríhliða samstarf. Á þinginu, sem haldið er á hverju ári, fer fram afgreiðsla samþykkta og tilmæla til aðildarríkja stofnunarinnar um að virða grundvallaréttindi atvinnurekenda og launafólks. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sat hluta þingsins, og segir þessa samþykkt marka tímamót fyrir heim vinnunnar. „Bara það að allur heimurinn hafi undirgengist það að áreitni og ofbeldi verði ekki liðið í heimi vinnunnar. Með svona ákveðnar línur sem tryggja að svo verði ekki. Það eru mjög mikil tímamót í vinnuvernd á heimsvísu,“ segir Drífa. Hún segir að Metoo byltingin hafi haft áhrif. Heimur vinnunnar sé skilgreindur þannig að samþykktin nái til allra þátta er lúta að vinnuumhverfinu þar með talið vinnuferða og skemmtana. „Það eru ákveðin nýmæli líka í þessum sáttmála. Það er að fólk verði varið í vinnunni út af heimilisofbeldi og að atvinnurekendur taki tillit til þess að fólk verður fyrir heimilisofbeldi. Það er að segja að fólk þarf aukið frí að ofbeldi sem það verði fyrir á heimilinum elti fólk ekki inn á vinnustaði,“ segir hún.Hvernig er það í framkvæmd?„Það hafa einhverjar þjóðir farið í að framkvæma það að fólk eigi rétt á ákveðnum veikindadögum ef það er að losa sig til dæmis úr ofbeldissambandi. Síðan vitum við að hérna hefur það verið þannig að ef þú verður fyrir ofsóknum þá eltir það þig inn á vinnustaðinn. Vinnustaðurinn þarf þá að tryggja öryggið þitt gagnvart ofbeldi sem þú verður fyrir utan vinnunnar með einhverjum hætti,“ segir hún.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira