Erlent

Ríkis­stjórnin féll í kosningum í Grikk­landi

Sylvía Hall skrifar
Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, ávarpar stuðningsmenn sína þegar ljóst var að sigurinn væri í höfn.
Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, ávarpar stuðningsmenn sína þegar ljóst var að sigurinn væri í höfn. Vísir/epa
Miðju-hægri flokkurinn Nýtt lýðræði vann sigur í kosningunum í Grikklandi í dag. Flokkurinn lofar skattalækkunum og framförum í atvinnulífinu á komandi kjörtímabili eftir efnahagsörðugleika landsins undanfarin ár. Reuters greinir frá.Þegar 73 prósent atkvæða höfðu verið talin hafði flokkurinn átta prósentustiga forskot á Syriza flokkinn sem hefur verið við völd frá árinu 2015. Alexis Tsipiras, forsætisráðherra og formaður Syriza, boðaði skyndilega til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í Evróuþingskosningunum í vor.Tspiras viðurkenndi ósigur sinn í viðtali við blaðamenn og sagðist virða vilja grísku þjóðarinnar. Hann segir landið vera á betri stað en þegar hann tók við en hann hafi þurft að taka erfiðar ákvarðanir sem hefðu haft pólitískar afleiðingar.Syriza flokkurinn komst til valda líkt og áður sagði árið 2015. Grikkland var þá á hápunkti efnahagsörðugleika sinna sem höfðu þá staðið yfir í fimm ár. Það hefur reynst erfitt ná stöðugleika í efnahagslífinu undanfarin ár, þá sérstaklega á atvinnumarkaði en atvinnuleysi ungs fólks mælist um fjörutíu prósent í landinu.Kyriakos Mitsotakis, formaður Nýs lýðræðis, segist lofa því að lækka skatta í landinu og auka hagvöxt. Hann vilji að ríkismálin séu skilvirk og heitir því að koma atvinnulífinu í betra ástand í stjórnartíð sinni.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni

Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.