Fótbolti

Sjáðu stuðið og skíðagleraugun þegar bandarísku stelpurnar fögnuðu HM-titlinum inn í klefa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá bandarísku stelpunum eftir sigurinn í gær.
Það var gaman hjá bandarísku stelpunum eftir sigurinn í gær. AP/David Vincent
Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð heimsmeistari í gær og stelpurnar böðuðu sig í sviðsljósi ljósmyndara og sjónvarpsvéla á vellinum en það var líka brjálað stuð á þeim inn í klefa.

Bandaríska liðið vann 2-0 sigur á Hollandi í úrslitaleiknum en liðið vann alla leiki sína á mótinu og setti nýtt markamet á HM kvenna. Frakkar og Englendingar stóðu í þeim í útsláttarkeppninni en bandaríska liðið var mun sterkara en Evrópumeistarar Hollendinga í úrslitaleiknum.

Bandarísku stelpurnar kunna líka að fagna flottum sigrum eins og sjá mér hér fyrir neðan á myndbrotum af fjörinu inn í klefa eftir leik. Stelpurnar sjálfar tóku upp fagnaðarlætin og settu inn á sína samfélagsmiðla.  

Bandaríska knattspyrnusambandið tók þessi myndbrot síðan saman og setti saman í myndbandið sem má sjá hér fyrir neðan.







Þær bandarísku voru að sjálfsögðu með kampavínið á lofti og þær voru líka við öllu búnar þar. Stelpurnar voru allar með skrautleg skíðagleraugu eins og er orðin tískan í dag í fagnaðarlátum sem þessum.

Enginn vakti þó meira athygli en Alex Morgan sem dansaði með eftirminnilegum hætti inn í klefa eftir leikinn. Hún tók þar „twerk“ dansinn með stæl. Morgan er ein af leikmönnum liðsins sem var með þegar liðið vann heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×