Með heila þjóð á bakinu: Sex sjónvarpsstöðvar sýndu kynninguna á Joao Felix Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2019 14:30 Joao Felix spilar að sjálfsögðu í númer sjö hjá Atlético Madrid. Getty/Burak Akbulut/ Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05. Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira
Cristiano Ronaldo hefur verið með portúgölsku þjóðina á bakinu í fimmtán ár og nú styttist í það að hann kveðji fótboltann. Portúgalar hafa hins vegar fundið sér næstu súperstjörnu fótboltans í landinu ef marka má áhuga þjóðarinnar á Joao Felix. Spænska félagið Atlético Madrid keypti hinn nítján ára gamla Joao Felix á 126 milljónir evra í byrjun júlí en það gera átján milljarða í íslenskum krónum. Joao Felix varð um leið næstdýrasti táningur heims á eftir Kylian Mbappé og fimmti dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Joao Felix tók líka efsta sætið af Cristiano Ronaldo yfir dýrasta knattspyrnumann Portúgals frá upphafi en Ronaldo kostaði Juventus „bara“ 112 milljónir evra þegar spænska félagið seldi hann til Ítalíu. Atlético Madrid borgar reyndar „bara“ 30 milljónir evra fyrir Joao Felix til að byrja með en hinar 96 milljónirnar verða greiddar í afborgunum.Joao Felix's Atletico presentation was broadcast live by SIX channels in Portugalhttps://t.co/5pQziWMrbb — B/R Football (@brfootball) July 9, 2019Joao Felix byrjaði bara fimm leiki fyrir áramót en sló í gegn eftir áramót og endaði með 20 mörk og 11 stoðsendingar í 43 leikjum. Hann skoraði meðal annars þrennu í Evrópudeildinni. Eins og áður sagði er gríðarlegur áhugi á Joao Felix í Portúgal þrátt fyrir að hann sé að yfirgefa portúgölsku deildina. Atlético Madrid hélt sérstaka kynningu á framtíðarstjörnu liðsins og það voru heilar sex portúgalskar sjónvarpsstöðvar sem sýndu hana beint. CMTV kapalstöðin í Lissabon hefur reyndar farið mörgum skrefum lengra og fjallar mjög ítarlega um alla hluti í lífi Joao Felix. Allt frá því hvað hann borgaði fyrir hádegismatinn sinn til þess hvaða næturklúbba hann heimsótti. Stöðin fór meira að segja yfir það hvaða álegg Joao Felix finnst best á pizzuna sína. Correio da Manha er helsta slúðurblaðið í Portúgal og það var með Joao Felix á forsíðunni átta daga í röð eins og sést hér fyrir neðan.João Félix está há oito dias consecutivos na capa do CM. Faz-me lembrar o slogan autárquico de Olímpio Galvão em Montemor-o-Novo: "Chiça, porra que é demais" pic.twitter.com/ehdT7tgnlp — Ruben Martins (@rubenlmartins) June 24, 2019Joao Felix var síðan „loksins“ kynntur hjá Atlético Madrid í gær og sex portúgalskar stöðvar voru með beina útsendingu en það voru stöðvarnar CMTV, RTP, SIC, TVI, Sport TV og A Bola TV. Felix manían lifir góðu lífi í Portúgal þessa dagana og nú er gríðarlega pressa á þessum nítján ára gamla strax að standa sig hjá Atlético Madrid á næstu leiktíð. Þegar Cristiano Ronaldo var á sínu nítjánda ári þá var hann að hefja sitt annað tímabil með liði Manchester United. Ronaldo skoraði 5 mörk í 33 leikjum í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2004-05.
Portúgal Spænski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Fleiri fréttir Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjá meira