Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Einar Kárason skrifar 30. júní 2019 19:10 Pedro Hipolito. vísir/bára Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, hafði nóg að segja eftir enn eitt tapið í sumar en ÍBV tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni á heimavelli í dag. ÍBV er á botninum með fimm stig og hefur lítið gengið hjá liðinu í sumar. „Enn og aftur. Dæmigert fyrir okkar tímabil hingað til. Góðar 45 mínútur. Við fáum færi. Þeir fá færi. Við erum að spila vel, en þegar komið er í seinni hálfleik byrjar Stjarnan leikinn aðeins betur. Leikurinn er allur í járnum en svo kemur þetta víti. Svo fylgir seinna markið.” „Þetta er dæmigert fyrir okkur. Við gerum mistök og við fáum á okkur mörk. Þetta var löng vika og við höfðum ekki möguleikana og kraftinn í að klára okkur síðustu 10 mínúturnar. Náum ekki að setja pressu. En það er hvernig við fáum þessi mörk á okkur sem drepur okkur.” Stuttu áður en Hilmar Árni Halldórsson kom Stjörnumönnum yfir voru heimamenn nálægt því að ná forustunni. „Ef við hefðum skorað fyrst hefðum við fengið kraftinn og áræðnina til að klára þennan leik. Við hefðum gert þetta erfitt fyrir andstæðing okkar. Það eru margir leikmenn hjá þeim meiddir en þeir eiga möguleika á bekknum.” „En ef við skorum fyrst er það betra fyrir okkur og verra fyrir þá. En við gerum það ekki og fáum á okkur víti í staðinn. Enn eitt vítið sem við fáum á okkur. Enn ein gjöfin. Svona mistök eiga ekki að sjást á stærsta sviðinu.” „Við höfum átt marga góða spretti í sumar en svo gerist eitthvað. Ýmis smáatriði sem koma upp og skemma fyrir okkur. Skemma skipulag og það sem við ætlum að gera. Það tekur frá okkur sjálfstraustið. Við gerum mistök aftur og aftur og okkur er refsað fyrir það, aftur og aftur. Við þurfum að bregðast við. Það er það eina í stöðunni.” Gilson Correia var ekki í leikmannahópnum í dag og Óskar Elías Zoega Óskarsson, sem byrjaði gegn Víkingum í vikunni, sat á bekknum. „Ástæðan fyrir þessum breytingum er möguleiki á breytingum. Við höfðum möguleika. Mínir möguleikar og mín ákvörðun.” Félagaskiptaglugginn opnar núna um mánaðarmótin og eru tveir leikmenn nú þegar komnir til ÍBV, Benjamin Prah og Gary Martin. „Benjamin kom hingað fyrir 2-3 mánuðum. Hann hefur gæði. Hann er fljótur og getur tekið menn á. Afrísku gæðin. Við vonumst til að geta notað hann til að skapa vandræði fyrir andstæðinga okkar. Gary Martin þekkja allir. Það er þó ekki nóg. Við viljum meira. Við þurfum miðjumann og við þurfum miðvörð. Ef við viljum berjast þurfum við þennan styrk.” En er þessi frekari styrkur á leiðinni? „Ég veit það ekki. Það er ekki auðvelt að fá leikmenn hingað til Íslands og til ÍBV. Við getum einungis boðið þeim 3 mánaða samning og þetta eru atvinnumenn. Þetta er erfitt fyrir okkur. Við þurfum að finna bestu möguleikana sem í boði eru og fara eftir þeim. Við sjáum hvað setur.” „Stuðningsmenn okkar voru frábærir í dag. Þeir studdu liðið. Þeir hjálpuðu okkur og gerðu sitt. Við gerðum ekki okkar. Við þurfum að breyta stöðunni. Þeir mættu, studdu okkur og öskruðu. Þeir reyndu allt til að hjálpa okkur en við unnum ekki okkar starf. Þessi mistök sýna að við unnum ekki okkar starf,” sagði Pedro að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45 Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Róðurinn þyngist hjá ÍBV ÍBV er á botninum en mikilvægur sigur Stjörnunnar. 30. júní 2019 19:45