Foreldrar verða að fylgja börnum til að sækja armböndin Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 11:17 Frá Secret Solstice-hátíðinni en á ýmsu hefur gengið við undirbúning hennar þetta árið. VÍSIR/Andri Marinó Samkvæmt skilyrðum frá Reykjavíkurborg er áskilið að tónleikagestir undir átján ára aldri, á Secret Solstice-tónlistarhátíðina sem haldin verður nú um helgina, verði í fylgt með fullorðnum þegar þeir sækja armböndin sem er ávísun á aðgang að svæðinu. Þá verður skilríkja krafist. Þessi ákvörðun tengist svo hertri öryggisgæslu sem verður á hátíðinni. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir þetta allt vera í góðu samstarfi milli tónleikahaldara og borgar. „Við viljum gjarnan losna við þennan unglingadrykkjustimpil og leggja áherslu á það að vera fjölskylduhátíð,“ segir Jón Bjarni. Þarna sé meðal annars verið að bregðast við athugasemdum íbúa í hverfinu.Ófyrirséðir atburðir settu strik í reikninginn Jón Bjarni segir miðasölu ganga vel. Þannig sé að stærsti hluti hennar eigi sér ávallt stað daginn fyrir og á degi hátíðar. „Við erum á svipuðum stað með miðasölu og í fyrra. Nema, nú er veðurspáin töluvert betri,“ segir Jón Bjarni harla kátur. En, hann hefur staðið í ströngu vegna ófyrirséðra atburða svo sem þeirra að tveir listamenn forfölluðust og þá þurfti að fá menn í þeirra stað. Það gekk að óskum eftir nokkurn atgang.Pusha T á tónleikum. Rapparinn kem á síðustu stundu inn í dagskránna.Vísir/getty Inngangurinn að svæðinu er á milli Laugardalsvallar og Þróttar og afhending armbanda er frá klukkan 14 til 20 fimmtudaginn 20. júní og frá klukkan 12 til 22:30 alla hátíðardagana. „Við hvetjum fólk til þess að sækja armbönd strax á fimmtudeginum eða mæta tímanlega þann dag sem mætt er á hátíðina þar sem mikið álag verður við afhendingu eftir því sem líður á daginn.Löggild skilríki takk fyrir Í tilkynningu benda aðstandendur sérstaklega á að fólki verði ekki undir neinum kringumstæðum hleypt inná svæðið sé það ekki með skilríki sem passa við nafn á aðgangsmiða. „Debet og kreditkort teljast ekki sem skilríki í því samhengi – til löggildra skilríkja teljast ökuskirteini og vegabréf. Eina undantekningin á þeirri reglur eru börn og ungmenni í fylgd foreldra sinna.“ Og þá er ítrekað þetta sem áður sagði að yngri en 18 ára fá ekki afhent armbönd nema í fylgd með foreldrum eða öðrum sem fara með forræði þeirra. „Gestir hátíðarinnar sem ekki hafa náð 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með foreldrum sínum eða öðrum sem fara með forræði þeirra þegar þeir koma og sækja armbönd. Viðkomandi mun jafnframt þurfa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir verði í fylgd einhvers á þeirra vegum sem náð hefur 20 ára aldri á meðan hátíðinni stendur ef þeir fylgja þeim ekki sjálf.“ Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Samkvæmt skilyrðum frá Reykjavíkurborg er áskilið að tónleikagestir undir átján ára aldri, á Secret Solstice-tónlistarhátíðina sem haldin verður nú um helgina, verði í fylgt með fullorðnum þegar þeir sækja armböndin sem er ávísun á aðgang að svæðinu. Þá verður skilríkja krafist. Þessi ákvörðun tengist svo hertri öryggisgæslu sem verður á hátíðinni. Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar segir þetta allt vera í góðu samstarfi milli tónleikahaldara og borgar. „Við viljum gjarnan losna við þennan unglingadrykkjustimpil og leggja áherslu á það að vera fjölskylduhátíð,“ segir Jón Bjarni. Þarna sé meðal annars verið að bregðast við athugasemdum íbúa í hverfinu.Ófyrirséðir atburðir settu strik í reikninginn Jón Bjarni segir miðasölu ganga vel. Þannig sé að stærsti hluti hennar eigi sér ávallt stað daginn fyrir og á degi hátíðar. „Við erum á svipuðum stað með miðasölu og í fyrra. Nema, nú er veðurspáin töluvert betri,“ segir Jón Bjarni harla kátur. En, hann hefur staðið í ströngu vegna ófyrirséðra atburða svo sem þeirra að tveir listamenn forfölluðust og þá þurfti að fá menn í þeirra stað. Það gekk að óskum eftir nokkurn atgang.Pusha T á tónleikum. Rapparinn kem á síðustu stundu inn í dagskránna.Vísir/getty Inngangurinn að svæðinu er á milli Laugardalsvallar og Þróttar og afhending armbanda er frá klukkan 14 til 20 fimmtudaginn 20. júní og frá klukkan 12 til 22:30 alla hátíðardagana. „Við hvetjum fólk til þess að sækja armbönd strax á fimmtudeginum eða mæta tímanlega þann dag sem mætt er á hátíðina þar sem mikið álag verður við afhendingu eftir því sem líður á daginn.Löggild skilríki takk fyrir Í tilkynningu benda aðstandendur sérstaklega á að fólki verði ekki undir neinum kringumstæðum hleypt inná svæðið sé það ekki með skilríki sem passa við nafn á aðgangsmiða. „Debet og kreditkort teljast ekki sem skilríki í því samhengi – til löggildra skilríkja teljast ökuskirteini og vegabréf. Eina undantekningin á þeirri reglur eru börn og ungmenni í fylgd foreldra sinna.“ Og þá er ítrekað þetta sem áður sagði að yngri en 18 ára fá ekki afhent armbönd nema í fylgd með foreldrum eða öðrum sem fara með forræði þeirra. „Gestir hátíðarinnar sem ekki hafa náð 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með foreldrum sínum eða öðrum sem fara með forræði þeirra þegar þeir koma og sækja armbönd. Viðkomandi mun jafnframt þurfa að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að þeir verði í fylgd einhvers á þeirra vegum sem náð hefur 20 ára aldri á meðan hátíðinni stendur ef þeir fylgja þeim ekki sjálf.“
Reykjavík Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice. 19. júní 2019 19:50
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53