Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2019 16:03 Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina stendur nú yfir og verið er að gera svæðið klárt. Að sögn Jóns Bjarna upplýsingafulltrúa búast tónleikahaldarar við 10 til 12 þúsund manns. Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem fram fer um helgina í Laugardalnum, er í fullum gangi. Aðalsviðið komið upp, hátalarar komnir upp, hliðið komið upp … „Listamenn á leiðinni. Það er allt í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar. Hann er fjallbrattur og segir allan undirbúning vera samkvæmt áætlun. Hann segir aðstandendur búast við um 10 til 12 þúsund gestum. Jón Bjarni svarar af bragði, spurður hvort það hafi ekki reynst talsvert áfall þegar tvær af skærustu stjörnum sem á dagskrá voru forfölluðust, þau Rita Ora og Martin Garrix: „Við viljum nú meina, með fullri virðingu, að þau séu nú ekki stærri en Robert Plant og Black Eyed Peas.“Listamennirnir ætla að skoða sig um Robert Plant er væntanlegur til landsins á laugardaginn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til Íslands. Enn fer gæsahúð um gamla hippa þegar þeir minnast Led Zeppelin í Höllinni 1970. „Hann kemur með rosalega gott band með sér og þeir eru spenntir að koma. Plant er á tónleikaferð nú um stundir um Norðurlöndin. Hann tekur Zeppelinlög á tónleikunum.“Að sögn aðstandenda stendur til að höfða til breiðari aldurshóps en áður hefur verið á hátíðinni, dagskráðin endurspeglar það sem og skemmtitæki og mun tónleikahald ekki standa von úr viti inní nóttina.Plant og félagar munu væntanlega dvelja á Íslandi í einhverja daga og sama er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. Aðspurður hvort búið sé að teikna eitthvað upp fyrir listamennina, einhverjar ferðir, segir Jón Bjarni að það verði ekki gefið upp.Maður kemur í manns stað Jón Bjarni segir að fyrir liggi að í stað Garrix komi Jónas Blue, sem er einn af hundrað vinsælustu tónlistarmönnum dagsins í dag á Spotify. „Og þegar við heyrðum á mánudag að Rita Ora væri veik var varaáætlun sett af stað. Við vonumst til að geta tilkynnt það fyrir dagslok hver það verður sem kemur í staðinn fyrir hana.“ Fyrir liggur að erfitt er að fá listamenn með svo skömmum fyrirvara en Ora hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu um að hún muni koma til Íslands að ári. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Undirbúningur fyrir tónlistarhátíðina Secret Solstice, sem fram fer um helgina í Laugardalnum, er í fullum gangi. Aðalsviðið komið upp, hátalarar komnir upp, hliðið komið upp … „Listamenn á leiðinni. Það er allt í gangi,“ segir Jón Bjarni Steinsson upplýsingafulltrúi hátíðarinnar. Hann er fjallbrattur og segir allan undirbúning vera samkvæmt áætlun. Hann segir aðstandendur búast við um 10 til 12 þúsund gestum. Jón Bjarni svarar af bragði, spurður hvort það hafi ekki reynst talsvert áfall þegar tvær af skærustu stjörnum sem á dagskrá voru forfölluðust, þau Rita Ora og Martin Garrix: „Við viljum nú meina, með fullri virðingu, að þau séu nú ekki stærri en Robert Plant og Black Eyed Peas.“Listamennirnir ætla að skoða sig um Robert Plant er væntanlegur til landsins á laugardaginn en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann kemur til Íslands. Enn fer gæsahúð um gamla hippa þegar þeir minnast Led Zeppelin í Höllinni 1970. „Hann kemur með rosalega gott band með sér og þeir eru spenntir að koma. Plant er á tónleikaferð nú um stundir um Norðurlöndin. Hann tekur Zeppelinlög á tónleikunum.“Að sögn aðstandenda stendur til að höfða til breiðari aldurshóps en áður hefur verið á hátíðinni, dagskráðin endurspeglar það sem og skemmtitæki og mun tónleikahald ekki standa von úr viti inní nóttina.Plant og félagar munu væntanlega dvelja á Íslandi í einhverja daga og sama er að segja um meðlimi hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. Aðspurður hvort búið sé að teikna eitthvað upp fyrir listamennina, einhverjar ferðir, segir Jón Bjarni að það verði ekki gefið upp.Maður kemur í manns stað Jón Bjarni segir að fyrir liggi að í stað Garrix komi Jónas Blue, sem er einn af hundrað vinsælustu tónlistarmönnum dagsins í dag á Spotify. „Og þegar við heyrðum á mánudag að Rita Ora væri veik var varaáætlun sett af stað. Við vonumst til að geta tilkynnt það fyrir dagslok hver það verður sem kemur í staðinn fyrir hana.“ Fyrir liggur að erfitt er að fá listamenn með svo skömmum fyrirvara en Ora hefur hins vegar gefið út yfirlýsingu um að hún muni koma til Íslands að ári.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum. 13. júní 2019 14:27
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53