Lífið

Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi

Sylvía Hall skrifar
Rita Ora mun mögulega ekki skemmta gestum á Secret Solstice.
Rita Ora mun mögulega ekki skemmta gestum á Secret Solstice. Vísir/Getty

Breska söngkonan Rita Ora mun líklega ekki koma fram á Secret Solstice hátíðinni næstu helgi vegna veikinda. DV greinir frá þessu. Ora er önnur stórstjarnan sem afboðar komu sína á stuttum tíma en í síðustu viku var tilkynnt að hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix kæmi ekki fram vegna ökklabrots og mun breski plötusnúðurinn Jonas Blue koma í stað hans.

Tilkynnt var um komu Oru í desember en hún er án nokkurs vafa ein skærasta stjarna hátíðarinnar. Söngkonan hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og eru landsmenn vel kunnugir tónlist hennar.

Nafn Ora er enn á kynningarefni fyrir hátíðina en samkvæmt frétt DV er hátíðin í viðræðum við aðra tónlistarmenn til þess að fylla upp í skarðið. Aðstandendur hátíðarinnar hafa vitað af veikindum hennar í um það bil tvo daga. Ljóst er að skammur tími er til stefnu í ljósi þess að tónlistarhátíðin hefst á föstudag og stendur til sunnudags.

Á heimasíðu Ora er Secret Solstice enn skráð á túr hennar.

Uppfært klukkan 11:37
Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir í samtali við Vísi að Rita Ora hafi ekki enn afboðað sig á Secret Solstice. Hún auglýsi enn túrinn á Secret Solstice og ekkert fast í hendi um hvort hún komi fram eða ekki. Þegar tíðindi berist af veikindum sé eðlilegt að skipuleggjendur fari að vinna í plani b.

Rita Ora er enn auglýst sem einn listamannanna sem koma fram á Solstice í ár, bæði á heimasíðu hátíðarinnar og í nýlegri Facebook-færslu.


Tengdar fréttir

Rita Ora og Martin Garrix koma fram á Secret Solstice

Martin Garrix, Rita Ora, Pussy Riot, Morcheeba og Boy Pablo munu koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Soltice en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar í Laugardalnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.