Lífið

Jonas Blue kemur í stað Martin Garrix á Secret Solstice

Andri Eysteinsson skrifar
Jonas Blue sem kemur í stað Martins Garrix
Jonas Blue sem kemur í stað Martins Garrix Getty/Andreas Rentz

Enski DJ-inn Jonas Blue mun stíga í skarðið sem ökklabrot hollenska plötusnúðarins Martin Garrix skildi eftir sig á Secret Solstice tónlistarhátíðinni sem fram fer seinna í mánuðinum.

Garrix neyddist í vikunni til þess að afboða sig en hann lenti í óhappi á tónleikum í Bandaríkjunum í lok síðasta mánaðar og þarf að gangast undir aðgerð til þess að fá meina sinna bót.

Nú er það ljóst að hinn 29 ára gamli Jonas Blue frá Chelmsford í Englandi mun stíga á svið í Laugardalnum í hans stað.

Jonas hefur gefið út eina plötu, Blue sem kom út í lok síðasta árs. Útgáfur hans af þekktum lögum hafa vakið athygli í gegnum tímans rás og má þar helst nefna slagarann Fast Car sem upphaflega er með Tracy Chapman, í útgáfu sinni naut Jonas Blue aðstoðar söngkonunnar Dakota. Á meðal annarra þekktra laga eftir kappann eru Mama, Perfect Strangers og Alien.

Þá kom Jonas Blue fram fyrir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í knattspyrnu karla milli ensku liðanna Chelsea og Arsenal í Bakú í Aserbaídsjan í maí.

Þá hefur verið gefið út Secret Solstice app þar sem hægt er að fá aðgang að dagskrá hátíðarinnar auk frekari upplýsinga um hátíðina.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.