Pusha T hleypur í skarðið á Solstice vegna vegabréfsvandræða Rae Sremmurd Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2019 19:50 Pusha T á tónleikum. Vísir/getty Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en vegna vandræða með vegabréf mun rapptvíeykið Rae Sremmurd ekki troða upp á hátíðinni líkt og tilkynnt var um fyrr í kvöld, en þeir hugðust leysa bresku söngkonuna Ritu Ora af hólmi, sem forfallaðist vegna veikinda. Í stað Rae Sremmurd mun bandaríski rapparinn Pusha T koma fram á Secret Solstice. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Scret Solstice sem send var út á áttunda tímanum. Þar er málið rakið en eins og fram kom í fjölmiðlum í dag neyddist Rita Ora til þess að hætta við tónleika sína á Secret Solstice vegna veikinda. Í kjölfarið var strax gengið frá samningum við bræðurna í Rae Sremmurd. Þá kom hins vegar babb í bátinn. „[..] þegar allt var klappað og klárt og búið að senda tilkynningu á fjölmiðla kom í ljós að vegna vegabréfsvandræða kæmust ekki allir úr þeirra hópi til landsins,“ segir í tilkynningu. „Til allra lukku vorum við með fleiri í sigtinu og hafa náðst samningar við Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið. […] Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.“ Pusha T er bandarískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðandi. Nýjasta plata rapparans, Daytona, var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rappplata ársins nú í ár. Hér að neðan má hlusta á lagið If you know you know úr smiðju rapparans. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Enn eru hrókeringar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice en vegna vandræða með vegabréf mun rapptvíeykið Rae Sremmurd ekki troða upp á hátíðinni líkt og tilkynnt var um fyrr í kvöld, en þeir hugðust leysa bresku söngkonuna Ritu Ora af hólmi, sem forfallaðist vegna veikinda. Í stað Rae Sremmurd mun bandaríski rapparinn Pusha T koma fram á Secret Solstice. „Það er óhætt að segja að það sé búið að vera nóg að gera á skrifstofu Secret Solstice í dag,“ segir í tilkynningu frá aðstandendum Scret Solstice sem send var út á áttunda tímanum. Þar er málið rakið en eins og fram kom í fjölmiðlum í dag neyddist Rita Ora til þess að hætta við tónleika sína á Secret Solstice vegna veikinda. Í kjölfarið var strax gengið frá samningum við bræðurna í Rae Sremmurd. Þá kom hins vegar babb í bátinn. „[..] þegar allt var klappað og klárt og búið að senda tilkynningu á fjölmiðla kom í ljós að vegna vegabréfsvandræða kæmust ekki allir úr þeirra hópi til landsins,“ segir í tilkynningu. „Til allra lukku vorum við með fleiri í sigtinu og hafa náðst samningar við Rapparann Pusha T um að hlaupa í skarðið. […] Það er mikill fengur í því fyrir alla hip hop aðdáendur að fá þenna frábæra rappara til landsins.“ Pusha T er bandarískur rappari, lagahöfundur og tónlistarframleiðandi. Nýjasta plata rapparans, Daytona, var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rappplata ársins nú í ár. Hér að neðan má hlusta á lagið If you know you know úr smiðju rapparans.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56 Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03 Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53 Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sjá meira
Rita Ora með sýkingu í brjóstholi: „Ég var svo spennt að koma til Íslands“ Söngkonan Rita Ora hefur sent frá sér tilkynningu vegna forfalla sinna á Secret Solstice tónlistarhátíðinni. 19. júní 2019 12:56
Búast við um 12 þúsund manns á Secret Solstice Meðlimir Black Eyed Peas og Robert Plant ráðgera að dvelja nokkra daga á Íslandi. 19. júní 2019 16:03
Koma Ritu Oru á Secret Solstice í uppnámi Breska söngkonan er ein skærasta stjarnan á dagskrá Secret Solstice. 19. júní 2019 10:53