Sánchez skoraði aftur og meistararnir komnir áfram | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sánchez hefur skorað í báðum leikjum Síle í Suður-Ameríkukeppninni í ár.
Sánchez hefur skorað í báðum leikjum Síle í Suður-Ameríkukeppninni í ár. vísir/getty
Alexis Sánchez tryggði Síle sigur á Ekvador í nótt og sæti í 8-liða úrslitum Suður-Ameríkukeppninnar. Lokatölur 1-2, Síle í vil.Sánchez, sem hefur átt afar erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir Manchester United í ársbyrjun 2018, skoraði einnig í 4-0 sigri Síle á Japan í fyrsta leik liðsins í Suður-Ameríkukeppninni.Síle, sem vann Suður-Ameríkukeppnina 2015 og 2016, komst yfir á 8. mínútu með marki Jose Fuenzalida.Á 26. mínútu fékk Ekvador vítaspyrnu. Enner Valencia fór á punktinn og skoraði. Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik.Sánchez kom Síle aftur yfir á 51. mínútu. Þetta var 43. landsliðsmark hans.Ekvador var ekki líklegt til að jafna eftir mark Sánchez og ekki bætti úr skák að Gabriel Achilier fékk rautt spjald á 89. mínútu fyrir brot á Arturo Vidal.Síle mætir Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar. Ekvador mætir Japan og verður að vinna og treysta á að önnur úrslit verði hagstæð til að komast í 8-liða úrslit.Mörkin úr leik Ekvadors og Síle má sjá hér fyrir neðan. Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.