Jónsmessudagskrá víða um landið Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 10:00 Jónsmessuhátíð er haldin á Akureyri um helgina með fjölbreyttri dagskrá. NORDICPHOTOS/GETTY Árbæjarsafnið stendur einnig fyrir Jónsmessugöngu sem hefst klukkan 22.30 annað kvöld. Gengið verður frá Árbæjarsafni og niður í Elliðaárdal. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir gönguna. Miðsumarhátíðin Reykjavík Midsummer music er haldin í Hörpu í sjöunda sinn. Hún hófst á fimmtudaginn og stendur til morguns. Í Hraunborgum í Grímsnesi er mikið um að vera um helgina en þar er haldin miðsumarhátíð að sænskum sið. Gestir eru hvattir til að mæta með hljóðfærin sín og allir koma saman um kvöldið og setja saman risa miðsumarband sem spilar fyrir gesti hátíðarinnar. Blómaskreytingasérfræðingur kennir blómaskreytingar og allir eru hvattir til að skreyta tjöldin sína og vagna. Sveitamarkaður verður á staðnum. Sundlaugarpartí fyrir unga sem aldna, boðið verður upp á bjórsmökkun, matarsmökkun, það verður uppistand og línudansar, reiptog, pokahopp, grillpartí og margt fleira.Árbæjarsafn stendur fyrir göngu um Elliðaárdalinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á Akureyri verður Jónsmessunni fagnað með 24 tíma hátíð sem hefst á hádegi í dag og stendur til hádegis á morgun. Dagskráin er fjölbreytt og hefst á Listasafninu á Akureyri með einleik Tuma Hrannar-Pálmasonar, sem þekktur er undir listamannsnafninu Flammeus. Hann leikur á gítar og syngur lög af plötu sinni The Yellow sem er væntanleg 4. júlí. Í sundlaug Akureyrar verður sýnt dansverk og trúbador kemur og spilar fyrir laugargesti. Flammeus mun einnig mæta á staðinn og í kvöld mun tvíeykið Stórleikurinn þeyta skífum á bökkum sundlaugarinnar. Í sundlauginni verður boðið upp á vatnazúmba í dag milli kl. 17.00 og 18.00. Á göngugötunni í miðbænum spilar hljómsveitin Omotrack frá klukkan 23.00-23.45. Á miðnætti verður svo hægt að dansa zúmba á Ráðhústorginu.Á Grímsey verður líf og fjör um helginaÝmsar listsýningar og tónleikar verða í Listagilinu gestum að kostnaðarlausu. Víðsvegar um bæinn verður boðið upp á tónleika og ýmsa gjörninga. Nákvæma dagskrá má finna á visitakureyri.is. Í Grímsey er um helgina sumarsólstöðuhátíð með fjölbreyttri dagskrá, fjölskylduratleik, lifandi tónlist, sjávarréttakvöldi, balli, varðeld og Brekkusöng og fleiru. Á Kópaskeri er einnig sólstöðuhátíð um helgina þar sem nóg er um að vera. Andlitsmálning fyrir börnin, kaffi og matsala. Bryggjutónleikar verða í kvöld þar sem bæði heimamenn og gestir stíga á svið. Sérstakir gestir eru Kristján Kristjánsson, eða KK, og Páll Rósinkranz. Eftir tónleikana er ball í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Legó. Hátíðin endar á morgun með fjölskyldugöngu út að Kópaskersvita og norður með ströndinni út að veggjabrotum fjárborgarinnar við flugvöllinn.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Reykjavík Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Árbæjarsafnið stendur einnig fyrir Jónsmessugöngu sem hefst klukkan 22.30 annað kvöld. Gengið verður frá Árbæjarsafni og niður í Elliðaárdal. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir gönguna. Miðsumarhátíðin Reykjavík Midsummer music er haldin í Hörpu í sjöunda sinn. Hún hófst á fimmtudaginn og stendur til morguns. Í Hraunborgum í Grímsnesi er mikið um að vera um helgina en þar er haldin miðsumarhátíð að sænskum sið. Gestir eru hvattir til að mæta með hljóðfærin sín og allir koma saman um kvöldið og setja saman risa miðsumarband sem spilar fyrir gesti hátíðarinnar. Blómaskreytingasérfræðingur kennir blómaskreytingar og allir eru hvattir til að skreyta tjöldin sína og vagna. Sveitamarkaður verður á staðnum. Sundlaugarpartí fyrir unga sem aldna, boðið verður upp á bjórsmökkun, matarsmökkun, það verður uppistand og línudansar, reiptog, pokahopp, grillpartí og margt fleira.Árbæjarsafn stendur fyrir göngu um Elliðaárdalinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á Akureyri verður Jónsmessunni fagnað með 24 tíma hátíð sem hefst á hádegi í dag og stendur til hádegis á morgun. Dagskráin er fjölbreytt og hefst á Listasafninu á Akureyri með einleik Tuma Hrannar-Pálmasonar, sem þekktur er undir listamannsnafninu Flammeus. Hann leikur á gítar og syngur lög af plötu sinni The Yellow sem er væntanleg 4. júlí. Í sundlaug Akureyrar verður sýnt dansverk og trúbador kemur og spilar fyrir laugargesti. Flammeus mun einnig mæta á staðinn og í kvöld mun tvíeykið Stórleikurinn þeyta skífum á bökkum sundlaugarinnar. Í sundlauginni verður boðið upp á vatnazúmba í dag milli kl. 17.00 og 18.00. Á göngugötunni í miðbænum spilar hljómsveitin Omotrack frá klukkan 23.00-23.45. Á miðnætti verður svo hægt að dansa zúmba á Ráðhústorginu.Á Grímsey verður líf og fjör um helginaÝmsar listsýningar og tónleikar verða í Listagilinu gestum að kostnaðarlausu. Víðsvegar um bæinn verður boðið upp á tónleika og ýmsa gjörninga. Nákvæma dagskrá má finna á visitakureyri.is. Í Grímsey er um helgina sumarsólstöðuhátíð með fjölbreyttri dagskrá, fjölskylduratleik, lifandi tónlist, sjávarréttakvöldi, balli, varðeld og Brekkusöng og fleiru. Á Kópaskeri er einnig sólstöðuhátíð um helgina þar sem nóg er um að vera. Andlitsmálning fyrir börnin, kaffi og matsala. Bryggjutónleikar verða í kvöld þar sem bæði heimamenn og gestir stíga á svið. Sérstakir gestir eru Kristján Kristjánsson, eða KK, og Páll Rósinkranz. Eftir tónleikana er ball í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Legó. Hátíðin endar á morgun með fjölskyldugöngu út að Kópaskersvita og norður með ströndinni út að veggjabrotum fjárborgarinnar við flugvöllinn.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Reykjavík Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira