Enski boltinn

Yfirgnæfandi líkur á að Benítez sé á útleið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benítez er dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum Newcastle.
Benítez er dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum Newcastle. vísir/getty
Flest bendir til þess að Rafa Benítez yfirgefi Newcastle United þegar samningur hans við félagið rennur út um næstu helgi.Ekkert hefur þokast í viðræðum Benítez við Newcastle um nýjan samning og því er Spánverjinn væntanlega á útleið.Benítez tók við Newcastle í mars 2016. Honum tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni þá um vorið en stýrði því til sigurs í B-deildinni tímabilið 2016-17.Síðustu tvö tímabil hefur Newcastle svo haldið sér nokkuð örugglega í ensku úrvalsdeildinni.Benítez er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Newcastle sem vilja ólmir halda Spánverjanum hjá félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.