Enski boltinn

Yfirgnæfandi líkur á að Benítez sé á útleið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benítez er dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum Newcastle.
Benítez er dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum Newcastle. vísir/getty

Flest bendir til þess að Rafa Benítez yfirgefi Newcastle United þegar samningur hans við félagið rennur út um næstu helgi.

Ekkert hefur þokast í viðræðum Benítez við Newcastle um nýjan samning og því er Spánverjinn væntanlega á útleið.

Benítez tók við Newcastle í mars 2016. Honum tókst ekki að bjarga liðinu frá falli úr ensku úrvalsdeildinni þá um vorið en stýrði því til sigurs í B-deildinni tímabilið 2016-17.

Síðustu tvö tímabil hefur Newcastle svo haldið sér nokkuð örugglega í ensku úrvalsdeildinni.

Benítez er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Newcastle sem vilja ólmir halda Spánverjanum hjá félaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.