Lúsmýið mætt í Vesturbæinn: „Við erum hörð af okkur“ Eiður Þór Árnason skrifar 23. júní 2019 14:53 Bitunum fjölgaði ekki eftir því sem leið á daginn. Vísir/Vilhelm - Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og íbúi í Vesturbænum, var hvumsa þegar hún vaknaði heima hjá sér í morgun með fimm bit á lærinu. Líf sagði það strax hafa verið klárt mál að um bit frá lúsmýi væri að ræða. Í umræðum í Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. Í samtali við Vísi segist Líf fyrst hafa verið var við óværuna þegar að sonur hennar kvartaði undan því hafa verið bitinn um nóttina. Grunar hana að stök fluga sem hafi villst inn í heimkynni þeirra í Hagamel beri ábyrgð á verknaðinum. Hinir tveir fjölskyldumeðlimirnir á heimilinu sluppu þó við bit. Líf sá fregnir af hrakförum Aðalheiðar Ámundadóttur fyrr í vikunni og segist hafa sloppið vel ef marka má þær myndir: „Bit mín eru hlægileg miðað við það.“ Líf tengir útbreiðslu lúsmýsins við breytingar á loftslagi og þann fjölda nýrra skordýra sem gerst hafa landnemar hér á síðustu árum. Um sé að ræða breytingar sem Íslendingar þurfi sennilega að aðlagast. Aðspurð hvort að atvikið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna segir hún svo ekki vera: „Við erum hörð af okkur.“ Hún vorkenni öllum sem lendi í óværunni en stundum verði einfaldlega að kyngja því súra með því sæta: „Ég er ekki illa haldin. Ég lifi þetta af.“ Líf bíður spennt eftir nóttinni en vonar að bitin verði ekki fleiri. Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og íbúi í Vesturbænum, var hvumsa þegar hún vaknaði heima hjá sér í morgun með fimm bit á lærinu. Líf sagði það strax hafa verið klárt mál að um bit frá lúsmýi væri að ræða. Í umræðum í Facebook hópi Vesturbæjarbúa hafa fleiri fórnarlömb lúsmýsins gefið sig fram og lýsa áhyggjum sínum af ástandinu. Í samtali við Vísi segist Líf fyrst hafa verið var við óværuna þegar að sonur hennar kvartaði undan því hafa verið bitinn um nóttina. Grunar hana að stök fluga sem hafi villst inn í heimkynni þeirra í Hagamel beri ábyrgð á verknaðinum. Hinir tveir fjölskyldumeðlimirnir á heimilinu sluppu þó við bit. Líf sá fregnir af hrakförum Aðalheiðar Ámundadóttur fyrr í vikunni og segist hafa sloppið vel ef marka má þær myndir: „Bit mín eru hlægileg miðað við það.“ Líf tengir útbreiðslu lúsmýsins við breytingar á loftslagi og þann fjölda nýrra skordýra sem gerst hafa landnemar hér á síðustu árum. Um sé að ræða breytingar sem Íslendingar þurfi sennilega að aðlagast. Aðspurð hvort að atvikið hafi verið mikið áfall fyrir fjölskylduna segir hún svo ekki vera: „Við erum hörð af okkur.“ Hún vorkenni öllum sem lendi í óværunni en stundum verði einfaldlega að kyngja því súra með því sæta: „Ég er ekki illa haldin. Ég lifi þetta af.“ Líf bíður spennt eftir nóttinni en vonar að bitin verði ekki fleiri.
Lúsmý Reykjavík Tengdar fréttir Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10 Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43 Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Lúsmý bítur og nagar trymbil Gildrunnar Lúsmý er örsmátt og viðbjóðslegt kvikindi sem skríður undir sæng fólks og bítur fast. 12. júní 2019 10:10
Lúsmýið er komið til að vera og mun dreifa sér um allt land Prófessor segir Íslendinga þurfa að sætta sig við það. 18. júní 2019 14:43
Sundurbitin af lúsmýi á Laugarvatni en ástandið versnaði heima í miðborginni Blaðamaðurinn Aðalheiður Ámundadóttir á Fréttablaðinu er eitt fórnarlamba lúsmýsins en í samtali við Vísi segir hún að bitin hafi fyrst látið á sér kræla eftir fjölskylduferð í sumarbústað í nágrenni Laugarvatns. 21. júní 2019 23:00
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“