Innlent

Ökumaður fluttur á sjúkrahús

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísir/vilhelm
Ökumaður fólksbifreiðar keyrði út af og ofan í skurð við Meðalfellsvatn í Kjós á sjöunda tímanum í kvöld og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Nota þurfti klippur til að ná ökumanninum út úr bílnum en hann var einn á ferð.

Töluvert tjón varð á bifreiðinni samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ástand ökumannsins er óþekkt eins og er.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.