Innlent

Ökumaður fluttur á sjúkrahús

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vísir/vilhelm

Ökumaður fólksbifreiðar keyrði út af og ofan í skurð við Meðalfellsvatn í Kjós á sjöunda tímanum í kvöld og var fluttur á slysadeild í kjölfarið. Nota þurfti klippur til að ná ökumanninum út úr bílnum en hann var einn á ferð.

Töluvert tjón varð á bifreiðinni samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Ástand ökumannsins er óþekkt eins og er.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.