Fótbolti

Danir úr leik á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jacob Bruun Larsen, leikmaður Borussia Dortmund, kom Dönum á bragðið gegn Serbum.
Jacob Bruun Larsen, leikmaður Borussia Dortmund, kom Dönum á bragðið gegn Serbum. vísir/getty
Þrátt fyrir sigur á Serbum, 2-0, í kvöld eiga Danir ekki lengur möguleika á að komast í undanúrslit á EM U-21 árs landsliða karla í fótbolta. Jacob Bruun Larsen og Jacob Rasmussen skoruðu mörk danska liðsins gegn því serbneska sem tapaði öllum þremur leikjum sínum á EM.

Danmörk endaði í 2. sæti B-riðils með sex stig, einu stigi á eftir Þýskalandi sem gerði 1-1 jafntefli við Austurríki í kvöld. Luca Waldschmidt kom Þjóðverjum, sem eiga titil að verja, yfir en Kevin Danso, samherji Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg, jafnaði fyrir Austurríki með marki úr vítaspyrnu.

Sigurvegarar riðlanna þriggja á EM fara í undanúrslit auk liðsins sem er með bestan árangur í 2. sæti riðlanna.

Sem stendur er Ítalía með bestan árangur liðanna í 2. sæti. Ítalir þurfa hins vegar að bíða úrslitanna úr leik Frakka og Rúmena á morgun til að vita hvort þeir komist í undanúrslit.

Ef Rúmenía vinnur á morgun situr Frakkland eftir með sárt ennið og Ítalía fer áfram. Ef Frakkar vinna eða gera jafntefli fara þeir áfram og Ítalir falla úr leik. Jafntefli hentar því Frakklandi og Rúmeníu báðum ágætlega. Rúmenar vinna þá riðilinn og Frakkar fylgja þeim í undanúrslit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×