Þjálfari Kamerún þakkaði guði fyrir að hann hélt ró sinni: Þær neituðu aldrei að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2019 09:00 Gabrielle Aboudi Onguene, fyrirliði Kamerún, talar við Qin Liang dómara. Getty/Pier Marco Tacca Kamerún neitaði aldrei að halda leik áfram á móti Englandi í gær ef marka má orð þjálfara liðsins en hann hrósaði jafnframt liði sínu fyrir að sýna yfirvegun. Það eru þó ekki allir sammála þessu mati hans. Alain Djeumfa, þjálfari kamerúnska landsliðsins, hefur tjáð sig um uppákomurnar í leiknum við England í gær í sextán liða úrslitum HM kvenna í fótbolta. England vann leikinn 3-0 og komst áfram í átta liða úrslitin en stærsta fréttin var framkoma landsliðskvenna Kamerún í leiknum. Leikmenn Kamerún voru svo ósáttar við varsjána í tvígang að liðið virtist neita að halda leik áfram. Þær urðu líka uppvísar að því að hrinda dómara leiksins en kínverski dómarinn Qin Liang átti í miklum vandræðum með að fá þær kamerúnsku til að hlýða sér í leiknum. Þjálfari kamerúnska liðsins, Alain Djeumfa, mótmælti mikið til að byrja með en svo reyndi hann að fá leikmenn sína til að halda áfram þegar hann sá liðið sitt safnast saman í hring á miðjum vellinum."We didn't refuse to play!" Cameroon coach Alain Djeumfa has had his say. More https://t.co/KuzAlrdgff#ENGCMR#ENGCAM#ENG#CMR#Lionesses#Cameroonpic.twitter.com/Z3wCBWDeDc — BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2019Þær kamerúnsku urðu margar öskureiðar og þá sérstaklega þær sem VAR dómarnir höfðu bitnað á. Varnarmaðurinn sem gerði Ellen White réttstæða í öðru marki enska liðsins og Ajara Nchout sem skoraði markið sem var dæmt af í stöðunni 2-0 voru þannig báðar bálreiðar. Margir hafa gagnrýnt Kamerún fyrir framkomu sína sem þótti barnaleg og ófagmannleg. Leikmenn liðsins sluppu líka í þrígang við að fá beint rautt spjald í leiknum en í lokabrotinu leit út fyrir að dómarinn hafi valið gult spjald frekar en rautt svo að þær kamerúnsku gengu hreinlega ekki af velli. Alain Djeumfa talaði um óréttlæti í garð síns liðs í viðtali eftir leik: „Stundum kemur það fyrir þegar þú verður fyrir svona áfalli, að þú missir „kúlið“ en leikmennirnir mínir neituðu aldrei að halda leik áfram,“ sagði Djeumfa. „Það má vissulega segja það að við höfðum ástæðu til að ganga af velli en sem betur fer hélt ég ró minni. Þegar á reyndi þá hélt ég „kúlinu“ en það var mikil ástríða í mínu liði,“ sagði Djeumfa. „Það kemur fyrir að dómarar geri mistök en dómarinn gerði mjög mörg mistök í þessum leik,“ sagði Djeumfa."I'm not sure where to start. This game really did have everything. " It all went off in England v Cameroon! Get the lowdown https://t.co/pYiBGkMIaOpic.twitter.com/tnBQATxBGH — BBC Sport (@BBCSport) June 24, 2019„Því miður var markið tekið af okkur þegar við gátum helmingað forystuna þeirra. Ég trúi því að þessi leikur hefði endaði öðruvísi ef markið hefði fengið að standa,“ sagði Djeumfa. „Stelpurnar mínar misstu kannski svolítið stjórn á skapinu sínu. Ég tel samt að við eigum að taka hattinn ofan fyrir stelpunum fyrir það hvernig þær stóðu sig þrátt fyrir þessi dómaramistök,“ sagði Djeumfa. „Auðvitað er ég pirraður. Eins og ég sagði þá snýst fótbolti um háttvísi. Við sýndum háttvísi. Þetta er fótbolti,“ sagði Djeumfa.Ósáttar landsliðskonur Kamerún benda hér á skjáinn.Getty/Pier Marco Tacca HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00 Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Kamerún neitaði aldrei að halda leik áfram á móti Englandi í gær ef marka má orð þjálfara liðsins en hann hrósaði jafnframt liði sínu fyrir að sýna yfirvegun. Það eru þó ekki allir sammála þessu mati hans. Alain Djeumfa, þjálfari kamerúnska landsliðsins, hefur tjáð sig um uppákomurnar í leiknum við England í gær í sextán liða úrslitum HM kvenna í fótbolta. England vann leikinn 3-0 og komst áfram í átta liða úrslitin en stærsta fréttin var framkoma landsliðskvenna Kamerún í leiknum. Leikmenn Kamerún voru svo ósáttar við varsjána í tvígang að liðið virtist neita að halda leik áfram. Þær urðu líka uppvísar að því að hrinda dómara leiksins en kínverski dómarinn Qin Liang átti í miklum vandræðum með að fá þær kamerúnsku til að hlýða sér í leiknum. Þjálfari kamerúnska liðsins, Alain Djeumfa, mótmælti mikið til að byrja með en svo reyndi hann að fá leikmenn sína til að halda áfram þegar hann sá liðið sitt safnast saman í hring á miðjum vellinum."We didn't refuse to play!" Cameroon coach Alain Djeumfa has had his say. More https://t.co/KuzAlrdgff#ENGCMR#ENGCAM#ENG#CMR#Lionesses#Cameroonpic.twitter.com/Z3wCBWDeDc — BBC Sport (@BBCSport) June 23, 2019Þær kamerúnsku urðu margar öskureiðar og þá sérstaklega þær sem VAR dómarnir höfðu bitnað á. Varnarmaðurinn sem gerði Ellen White réttstæða í öðru marki enska liðsins og Ajara Nchout sem skoraði markið sem var dæmt af í stöðunni 2-0 voru þannig báðar bálreiðar. Margir hafa gagnrýnt Kamerún fyrir framkomu sína sem þótti barnaleg og ófagmannleg. Leikmenn liðsins sluppu líka í þrígang við að fá beint rautt spjald í leiknum en í lokabrotinu leit út fyrir að dómarinn hafi valið gult spjald frekar en rautt svo að þær kamerúnsku gengu hreinlega ekki af velli. Alain Djeumfa talaði um óréttlæti í garð síns liðs í viðtali eftir leik: „Stundum kemur það fyrir þegar þú verður fyrir svona áfalli, að þú missir „kúlið“ en leikmennirnir mínir neituðu aldrei að halda leik áfram,“ sagði Djeumfa. „Það má vissulega segja það að við höfðum ástæðu til að ganga af velli en sem betur fer hélt ég ró minni. Þegar á reyndi þá hélt ég „kúlinu“ en það var mikil ástríða í mínu liði,“ sagði Djeumfa. „Það kemur fyrir að dómarar geri mistök en dómarinn gerði mjög mörg mistök í þessum leik,“ sagði Djeumfa."I'm not sure where to start. This game really did have everything. " It all went off in England v Cameroon! Get the lowdown https://t.co/pYiBGkMIaOpic.twitter.com/tnBQATxBGH — BBC Sport (@BBCSport) June 24, 2019„Því miður var markið tekið af okkur þegar við gátum helmingað forystuna þeirra. Ég trúi því að þessi leikur hefði endaði öðruvísi ef markið hefði fengið að standa,“ sagði Djeumfa. „Stelpurnar mínar misstu kannski svolítið stjórn á skapinu sínu. Ég tel samt að við eigum að taka hattinn ofan fyrir stelpunum fyrir það hvernig þær stóðu sig þrátt fyrir þessi dómaramistök,“ sagði Djeumfa. „Auðvitað er ég pirraður. Eins og ég sagði þá snýst fótbolti um háttvísi. Við sýndum háttvísi. Þetta er fótbolti,“ sagði Djeumfa.Ósáttar landsliðskonur Kamerún benda hér á skjáinn.Getty/Pier Marco Tacca
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30 Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00 Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Sjá meira
Allt brjálað þegar Englendingar komust í 8-liða úrslit England vann Kamerún, 3-0, í skrautlegum leik í 16-liða úrslitum HM kvenna. 23. júní 2019 17:30
Neville: Leikmenn Kamerún ættu að skammast sín Phil Neville, landsliðsþjálfari Englands, sagði framkomu leikmanna Kamerún í leiknum gegn Englandi í gær hafa verið skammarlega. 24. júní 2019 08:00
Kamerúnar æfir og sökuðu FIFA um kynþáttafordóma Mikil læti voru í leik Englands og Kamerún í 16-liða úrslitum HM kvenna í dag. 23. júní 2019 18:21