Síðasta vaxtaákvörðun Más Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júní 2019 14:30 Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði í dag vexti um 0,25 prósentur og ætti vaxtalækkunin að skila sér í lækkun á óverðtryggðum lánum neytenda strax á næstu vikum. Þetta var síðasta vaxtaákvörðun sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst. Meginvextir Seðlabankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða 3,75% eftir ákvörðunina. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir að hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi hafi verið í takt við spá Seðlabankans. Áfram sé gert ráð fyrir samdrætti í þjóðarbúskapnum sem muni birtast frekar á komandi mánuðum. Verðbólgan er nú 3,3 prósent eða 0,8 prósentur yfir verðbólgumarkmiði. Peningastefnunefnd telur þó að verðbólgan hafi náð hámarki og að hún muni hjaðna þegar líður á árið. Má segja við séum stödd á vaxtalækkunarskeiði? „Við höfum auðvitað lækkað vexti núna í tvígang og það er töluvert. Vextirnir eru með því lægsta sem sem þeir hafa verið síðan peningastefnunefnd tók við. Það er hugsanlegt að það verði framhald af þessu ef þarf en hvort það er skeið í merkingu að við munum horfa á þetta mánuð eftir mánuð, langt inn á næsta ár, það er allt annað mál. Það verður bara að ráðast af því hver framvindan verður. Það eru að togast á tveir kraftar í þessu. Annars vegar er þetta spurning um það hversu mikill verður þessi samdráttur og hversu langvarandi, það kallar á lægri vexti en ella,“ segir Már. Már segir að neytendur ættu að finna fyrir áhrifum vaxtalækkunar á óverðtryggðum lánum sínum mjög fljótlega. „Yfirleitt hefur þetta gerst frekar fljótt,“ segir Már. Það gerðist í dag því Íslandsbanki reið á vaðið og lækkaði vexti strax klukkan 13 í dag. Óverðtryggðir vextir húsnæðislána hjá bankanum verða lækkaðir um 0,25 prósentustig og bílalán og bílasamningar einnig. Breytilegir innlánsvextir Íslandsbanka munu í flestum tilfellum lækka um 0,10-0,25 prósentustig og kjörvextir útlána lækka um 0,10 prósentustig. Búast má við að Arion banki og Landsbankinn fylgi strax í kjölfarið.Ánægður að „Verðbólgu-Ísland“ hafi ekki snúið aftur Næsta vaxtákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans verður 28. ágúst. Ákvörðunin sem kynnt var í dag er því sú síðasta sem Már Guðmundsson hefur aðkomu að en hann lætur af embætti um miðjan ágúst eftir tíu ár sem seðlabankastjóri. „Það sem er mér í efst huga varðandi peningastefnuna er það að þetta skyldi ganga að lokum svona vel upp. Ég var alla tíð sannfærður um það að Ísland myndi endurreisast í þeirri merkingu að við fengjum hagvöxtinn í gang og næðum jafnvel fullri atvinnu en það sem ég óttaðist var að á þeim tímapunkti værum við komin með þjóðarbú sem ekki væri lengur í jafnvægi. Það er að segja, við værum komin með viðskiptahalla og verðbólgu. Verðbólgu-Ísland myndi þá birtast aftur. Það sem ég er ánægður með er að það skyldi ekki gerast,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Íslenska krónan Seðlabankinn Tímamót Tengdar fréttir Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53 Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Sjá meira
Vaxtalækkanir hjá Íslandsbanka Vaxtakjör Íslandsbanka munu taka breytingum þann 1. júlí næstkomandi. 26. júní 2019 13:53
Stýrivextir lækka um 0,25 prósentustig Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3,75%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar. 26. júní 2019 08:59