Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað tugum mála til lögreglu vegna brota á lögum um heimagistingu. Þúsundir ábendinga hafa borist um óleyfilega skammtímaleigu og hefur mörgum þeirra verið vísað til skattrannsóknarstjóra. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2, kl. 18:30 og rætt við ráðherra sem er ánægð með árangurinn og hefur ákveðið að eftirlit með heimagistingu verði til frambúðar. Einnig verðum við á Suðurnesjum þar sem skrifað var undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll en stefnt að svokallaðri flugvallarborg á sextíu ferkílómetra landi. Hugmyndin er að nálægð við flugvöllinn skapi verðmæti og laði að alþjóðleg fyrirtæki.Fjallað verður um Libra sýndarféð sem Facebook ætlar að hleypa af stokkunum og íslenska rafeyrinum sem fyrirtækið Monerium hefur fengið starfsleyfi fyrir.Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.