Fótbolti

Samherji Sverris Inga sendur heim úr Afríkukeppninni eftir klúr skilaboð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Warda er á heimleið.
Warda er á heimleið. vísir/getty

Egyptaland hefur ákveðið að senda Amr Warda heim úr Afríkukeppninni eftir að klúr skilaboð hans til margra kvenna í heimalandinu komust í umræðuna á dögunum.

Ákvörðunin var tekin í gærkvöldi en Egyptaland spilaði við Kóngó í gærkvöldi. Egyptaland vann nokkuð þægilegan sigur og er komið áfram.

„Samskipti á samfélagsmiðlum á milli Warda og margra kvenna komu í ljós eftir leik Egyptalands gegn Simbabe,“ sagði Mohamed Qoutb, blaðamaður BBC, í Arabú.

Þessi 25 ára gamli miðjumaður kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri Egypta á föstudaginn en Egyptaland er talið líklegt itl þess að standa uppi sem sigurvegari í mótinu.

Ihab Leheta, stjórnarmaður landsliðs Egypta, sagði í viðtali að hann hafi fengið myndböndin send sem Warda á að hafa sent. Hann hafi áframsent myndböndin á þjálfara liðsins og svo hafi ákvörðunin verið tekin um að senda Warda heim.

Warda leikur með PAOK í Grikklandi en þar er hann samherji Sverris Inga Ingasonar, landsliðsmanns Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.