Fótbolti

Samherji Sverris Inga sendur heim úr Afríkukeppninni eftir klúr skilaboð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Warda er á heimleið.
Warda er á heimleið. vísir/getty
Egyptaland hefur ákveðið að senda Amr Warda heim úr Afríkukeppninni eftir að klúr skilaboð hans til margra kvenna í heimalandinu komust í umræðuna á dögunum.

Ákvörðunin var tekin í gærkvöldi en Egyptaland spilaði við Kóngó í gærkvöldi. Egyptaland vann nokkuð þægilegan sigur og er komið áfram.

„Samskipti á samfélagsmiðlum á milli Warda og margra kvenna komu í ljós eftir leik Egyptalands gegn Simbabe,“ sagði Mohamed Qoutb, blaðamaður BBC, í Arabú.







Þessi 25 ára gamli miðjumaður kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri Egypta á föstudaginn en Egyptaland er talið líklegt itl þess að standa uppi sem sigurvegari í mótinu.

Ihab Leheta, stjórnarmaður landsliðs Egypta, sagði í viðtali að hann hafi fengið myndböndin send sem Warda á að hafa sent. Hann hafi áframsent myndböndin á þjálfara liðsins og svo hafi ákvörðunin verið tekin um að senda Warda heim.

Warda leikur með PAOK í Grikklandi en þar er hann samherji Sverris Inga Ingasonar, landsliðsmanns Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×