Fótbolti

Juventus og De Ligt hafa náð samkomulagi

Anton Ingi Leifsson skrifar
De Ligt og Ronaldo verða samherjar á næstu leiktíð.
De Ligt og Ronaldo verða samherjar á næstu leiktíð. vísir/getty
Allt bendir til þess að hollenski varnarmaðurinn, Matthijs de Ligt, spili með ítölsku meisturunum í Juventus á næstu leiktíð.Sky á Ítalíu greinir frá því nú undir kvöld að Juventus og De Ligt hafa náð samkomulagi um kaup og kjör svo allt bendir til þess að Hollendingurinn spili á Ítalíu á næsta ári.Mörg lið voru á eftir Hollendingnum unga sem fór á kostum á síðustu leiktíð í ungu liði Ajax sem fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar og vann hollensku úrvalsdeildina.Barcelona, Manchester United og PSG voru öll talin áhugasöm en nú er talið að hann semji við Maurizio Sarri og lærisveina hans í Juventus.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.