Innlent

Sex ár fyrir tilraun til manndráps

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri.

Sindri Brjánsson, 27 ára karlmaður, var í gær dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Sindri var fundinn sekur um að hafa veitt manni fjölda lífshættulegra stungusára í bæði andlit og líkama í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember í fyrra. Fréttablaðið greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins.

„Brot ákærða sem hann er nú sakfelldur fyrir eru hrottaleg og bera vott um skeytingarleysi gagnvart lífi og heilbrigði annars manns,“ segir í dómsorði. Árásin hafi verið lífshættuleg og valdið brotaþola andlitsskaða.

Til stóð að kveða upp dóm yfir Sindra snemma í maí en fresta þurfti málinu vegna veikinda dómara. Svo mikill frestur varð á dómsuppsögu að endurflytja þurfti málið og var dómurinn loks kveðinn upp í gær. Var Sindri dæmdur til að greiða manninum sem hann réðst á 1,2 milljónir króna í miskabætur en farið var fram á rúmlega fimm milljónir króna í miskabætur. Þá þarf Sindri að greiða rúmar fimm milljónir í sakarkostnað málsins.

Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn daginn sem árásin varð. Blóðugur hnífur fannst við húsleit hjá honum. Framan af var Sindri í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna en í framhaldinu á grundvelli almannahagsmuna.
 


Tengdar fréttir

Dæmt í hnífstungumáli

Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn.

Faldi blóðugan hníf á heimili sínu

Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.