Innlent

Faldi blóðugan hníf á heimili sínu

Lovísa Arnardóttir skrifar
Atvikið átti sér stað á Geislagötu á Akureyri.
Atvikið átti sér stað á Geislagötu á Akureyri. Fréttablaðið/Stefán
Héraðsdómur Norðurlands eystra féllst á kröfu lögreglunnar um að karlmaður sem var í haldi þeirra vegna gruns um tilraun til manndráps verði úrskurðaður í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna til loka þessa mánaðar.

Maðurinn var handtekinn á laugardaginn en greint var frá því í gær að hnífi hefði verið beitt eftir að áflog brutust út á milli tveggja manna á Geislagötu á Akureyri. Vitni urðu að atburðinum og kölluðu þau til lögreglu. Gerandinn yfirgaf vettvang áður en lögreglan kom, en var handtekinn skömmu síðar, og situr nú í gæsluvarðhaldi

Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús og fór í aðgerð á laugardagskvöld. Hann er ekki talinn í lífshættu. Vitni voru yfirheyrð um kvöldið. Sömuleiðis var húsleit gerð á dvalarstað meints árásarmanns, þar sem blóðugur hnífur fannst falinn. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×