Fótbolti

Stefán Gíslason verður knattspyrnustjóri Hendrickx hjá Lommel SK

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Gíslason lék sem atvinnumaður í Evrópu í meira en áratug.
Stefán Gíslason lék sem atvinnumaður í Evrópu í meira en áratug. Getty/Lars Ronbog

Belgíska félagið Lommel SK sótti sér bæði leikmann og knattspyrnustjóra til Íslands í þessum mánuði.

Stefán Gíslason verður kynntur í dag sem nýr knattspyrnustjóri félagsins en hann hætti óvænt í gær sem þjálfari b-deildarliðs Leiknis í Reykjavík.

Áður hafði Lommel SK keypt belgíska bakvörðinn Jonathan Hendrickx frá Breiðabliki. Hendrickx spilar því áfram fyrir Íslending þótt að hann hafi yfirgefið Pepsi Max deildina.

Stefán Gíslason tekur við starfi Tom Van Imschoot sem færði sig yfir til KRC Genk.

Stefán þekkir vel Ronny Van Geneugden sem er íþróttastjóri Lommel SK. Stefán spilaði fyrir Van Geneugden hjá Oud-Heverlee Leuven á sínum tíma.

Stefán Gíslason er 39 ára gamall og hefur þjálfað bæði Hauka og Leikni eftir að hann lagði skóna á hilluna. Hann lék sem atvinnumaður í Evrópu frá 1999 til 2003 og aftur frá 2005 til 2014 en hann endaði atvinnumannaferil sinn með OH Leuven í Belgíu frá 2012 til 2014.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.