Innlent

Einkavæðing Íslandspósts ekki valkostur sem Katrín sér fyrir sér

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Forsætisráðherra hugnast ekki hugmyndir um einkavæðingu Íslandspósts.
Forsætisráðherra hugnast ekki hugmyndir um einkavæðingu Íslandspósts. visir/vilhelm
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir í samtali við RÚV að hugsanleg einkavæðing Íslandspósts hafi ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar.

Bjarni Benediktsson lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið í morgun að hann vildi selja rekstur Íslandspósts til einkaaðila við fyrsta tækifæri. Í tísti sagði hann þá jafnframt að ríkið ætti ekki að vera í rekstri á samkeppnismarkaði. Til þess þurfi að vera alveg sérstök rök.

„Þau eru ekki til staðar á markaði við að dreifa bréfsendingum, pökkum og bögglum.“

Katrín virðist ekki hafa sömu framtíðarsýn í málefnum Íslandspósts en má það vera öllum ljóst að ríkisstjórnin samanstendur af þremur ólíkum flokkum. Hún segir í samtali við RÚV að einkavæðing Íslandspósts sé ekki valkostur sem hún sjái fyrir sér.

„Þetta er ekki valkostur sem ég hef séð fyrir mér. Ég lít svo að Íslandspóstur sé núna í því ferli að gera miklar umbætur á rekstrinum sem ég tel löngu tímabærar og nauðsynlegar,“ segir Katrín.


Tengdar fréttir

Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts

Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×