Innlent

Misjöfn viðbrögð við skýrslu um Íslandspóst

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar

Ríkisendurskoðun kynnti skýrslu sína um Íslandspóst fyrir fjárlaganefnd og stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd á Alþingi í morgun. Viðbrögð við skýrslunni voru misjöfn.

„Hún kjarnar spurningar og viðfangsefni inn í framtíðina í breyttu umhverfi, nú er verið að afnema einkarétt um næstu áramót og það er mikilvægt að við verjum verðmætin í Íslandspósti. Það hefði mátt gera ráðstafanir, fjárfestingaráætlun greinilega brást,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar.

Formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis segir að reynt hafi verið að leyna Alþingi upplýsingum.

„Það voru fleiri en einn og fleiri en tveir aðilar innan Íslandspósts sem að óskuðu eftir því að Alþingi yrði ekki upplýst um ákveðin atriði,“ segir Helga Vala Helgadóttir.

Willum Þór telur þetta eiga sér eðlilegar skýringar.

„Þessar upplýsingar eru tölulegar upplýsingar sem mögulega, fyrir þá samkeppnishluta markaðarins, geta haft einhver áhrif, allavega var það beiðni Íslandspósts að þær yrðu ekki birtar.“

Nefndarmaður í fjárlaganefnd segir mörgu enn ósvarað.

„Það er mjög margt í þessu sem á eftir að komast til botns í, hvaða lausnir eru í boði og hvar ábyrgðin liggur,“ segir Björn Leví Gunnarsson.

Miklar skipulagsbreytingar hafa verið tilkynntar hjá Íslandspósti.

„Það eru verkefni póstþjónustunnar líka að vera leiðandi í rafrænum lausnum í stafrænum heimi,“ segir Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Íslandspósts.


Tengdar fréttir

Ganga þurfi lengra í hagræðingu á starfsemi Íslandspósts

Ríkisendurskoðandi gagnrýnir áætlanagerð fyrirtækisins sem hafi einkennst af of mikilli bjartsýni og skorti á samráði við stjórnvöld. Stjórnendur fyrirtækisins hafi hvorki brugðist nægilega hratt við vandanum né nægilega markvisst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.