Vonbrigði hjá silfurliðinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úr leiknum í París í dag.
Úr leiknum í París í dag. vísir/getty
Argentína og Japan gerðu markalaust jafntefli á Parc des Princes í fyrri leik dagsins á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta.

Liðin eru í D-riðli með Englandi og Skotlandi. Englendingar unnu Skota, 2-1, í Nice í gær.

Leikurinn í París í dag var frekar rólegur og niðurstaðan fyrsta jafnteflið á HM.

Argentínska liðið er væntanlega mun ánægaðri með jafnteflið enda var þetta fyrsta stigið sem Argentína nær í á HM frá upphafi. Liðið tapaði fyrstu sex leikjum sínum á HM.

Japan varð heimsmeistari 2011 og í 2. sæti á HM 2015.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira