Fótbolti

„Tengdafaðir minn er vandamálið, ekki konan mín“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martinez í stuði.
Martinez í stuði. vísir/getty
Roberto Martinez, þjálfari Belgíu, er giftur skoskri konu. Það er vandamál á heimilinu því í kvöld fá lærisveinar Martinez Skota í heimsókn.Leikurinn er liður í undankeppni EM 2020 en Martinez kynntist henni er hann spilaði fyrir Motherwell árið 2001. Hann segir þó að konan sé ekki vandamálið heima fyrir.„Hún er ekki vandamálið, það er meira tengdapabbi minn,“ sagði Martinez léttur. „Við höfum sett upp bann heima og við höfum ekki talað um fótbolta frá Kasakstan leiknum.“Kasakstan leikurinn sem Martinez talar um er þegar Skotland tapaði 3-0 fyrir Kasakstan á útivelli í marsmánuði og byrjaði undarkeppnia hræðilega en þeir unnu Kýpur 2-1 á föstudag.„Ég vona að það verði allt í uppnámi er ég kem heim,“ bætti glettinn Martinez við en flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Belgíu í kvöld.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.