Belginn með burstann ætlaði ekki að móðga neinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. júní 2019 12:00 Siamang á flugvellinum með þvottaburstann á lofti. Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. Siamang var að bíða eftir flugi heim til Belgíu er hann sá Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, hundeltan af fjölmiðlum um Leifsstöð. Hann sá sér leik á borði að hafa aðeins gaman, greip uppþvottaburstann sinn, skarst í leikinn og henti meira að segja í eina spurningu. Tyrkir héldu í fyrstu að um íslenskan blaðamann hefði verið að ræða en svo var nú ekki. Í gær kom í ljós að Siamang væri burstamaðurinn alræmdi og hafa Tyrkir beint reiði sinni að honum í kjölfarið. Það er talsvert áreiti sem hlýst af þeirri reiði eins og íslenskir fjölmiðlamenn fengu að kynnast um síðustu helgi.Tyrkir eru búnir að photoshoppa margar myndir af Belganum. Meðal annars þessa.Facebook-síða Siamang var meðal annars hökkuð en áður en það var gert hafði Belginn tjáð sig. „Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari. Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta,“ skrifaði Siamang en svo fór gamanið að kárna. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“ Líflátshótunum hefur rignt yfir Siamang síðan upp komst um hann. Svo er búið að gera síður með hans nafni á Twitter og Instagram sem ganga út á að gera grín að honum. Instagram-síðan hans var einnig hökkuð. Belgía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Líf Belgans Corentin Siamang hefur ekki verið það sama síðan það uppgötvaðist að hann hefði verið maðurinn með þvottaburstann er tyrkneska fótboltalandsliðið kom til Íslands. Siamang var að bíða eftir flugi heim til Belgíu er hann sá Emre Belozoglu, fyrirliða Tyrkja, hundeltan af fjölmiðlum um Leifsstöð. Hann sá sér leik á borði að hafa aðeins gaman, greip uppþvottaburstann sinn, skarst í leikinn og henti meira að segja í eina spurningu. Tyrkir héldu í fyrstu að um íslenskan blaðamann hefði verið að ræða en svo var nú ekki. Í gær kom í ljós að Siamang væri burstamaðurinn alræmdi og hafa Tyrkir beint reiði sinni að honum í kjölfarið. Það er talsvert áreiti sem hlýst af þeirri reiði eins og íslenskir fjölmiðlamenn fengu að kynnast um síðustu helgi.Tyrkir eru búnir að photoshoppa margar myndir af Belganum. Meðal annars þessa.Facebook-síða Siamang var meðal annars hökkuð en áður en það var gert hafði Belginn tjáð sig. „Þetta átti bara að vera grín og ég ætlaði ekki að móðga neinn. Þetta var bara brandari. Það eru engin lög gegn því að ég sé með uppþvottabursta,“ skrifaði Siamang en svo fór gamanið að kárna. „Allt í einu sé ég að andlit mitt er í fjölmiðlum út um allt. Á CNN í Tyrklandi og víðar. Það verður allt brjálað. Meira að segja utanríkisráðherra Tyrklands fer að tísta um mig.“ Líflátshótunum hefur rignt yfir Siamang síðan upp komst um hann. Svo er búið að gera síður með hans nafni á Twitter og Instagram sem ganga út á að gera grín að honum. Instagram-síðan hans var einnig hökkuð.
Belgía EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18 Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02 Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30 Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Össur varð fyrir reiði tyrkneskra stuðningsmanna en er tilbúinn að fórna sér Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, blandaði sér nokkuð óvænt inn í heitar umræður tyrkneska stuðningsmanna á Facebook-síðu KSÍ. 10. júní 2019 11:18
Maðurinn með þvottaburstann virðist vera fundinn Aðdáendur tyrkneska liðsins herja nú á Facebook-síðu hans. 10. júní 2019 14:02
Hatrinu rignir yfir íslenska íþróttablaðamenn vegna óþekkts þvottaburstamanns Stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins í fótbolta hafa lagt samfélagsmiðla Knattspyrnusambands Íslands í hálfgert einelti í kvöld auk þess sem Twitter reikningur saklauss blaðamanns Vísis hefur fengið að kenna á því 9. júní 2019 22:30