Fótbolti

Heimasíða KSÍ varð fyrir árás tölvuþrjóta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heimasíða Knattspyrnusambandsins er komin aftur í loftið.
Heimasíða Knattspyrnusambandsins er komin aftur í loftið.
Heimasíða Knattspyrnusambands Íslands, ksi.is, lá niðri upp úr ellefu í morgun og er líklegt að síðan hafi orðið fyrir árás.

„Síðan liggur niðri og Advania er að greina vandann. Það lítur út fyrir að hún hafi orðið fyrir einhvers konar árás,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.

„Það lítur ekki út fyrir að síðan hafi verið hökkuð og öll gögn eiga að vera til staðar.“

Skömmu eftir að blaðamaður hafði lagt á framkvæmdastjórann var síðan komin aftur í loftið. Ráðist var á síðu Isavia í gær og þar voru að verki tyrkneskir netþrjótar. Vefsíðan Sunnlenska.is fékk sömuleiðis að kenna á hökkurum úr suðri í gær.

Mikill hiti er fyrir leik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM í kvöld og má búast við fjöri innan sem utan vallar.

Uppfært klukkan 12:28

Tyrkneskir hakkarar sem státuðu sig af árás á heimasíðu Isavia í dag segjast hafa ráðist á vefsíðu KSÍ í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×