Innlent

Á­rásin á Isavia runnin undan rifjum teymis tyrk­neskra tölvu­þrjóta

Andri Eysteinsson skrifar
Anka Neferler Tim segjast standa að baki árásinni á vef Isavia
Anka Neferler Tim segjast standa að baki árásinni á vef Isavia Samsett/Twitter/Getty

Netárásirnar á heimasíðu Isavia í dag voru gerðar af tyrkneska tölvuþrjótahópnum Anka Neferler Tim. Greint er frá þessu á vef tyrkneska fjölmiðilsins Yeni Akit en RÚV greindi fyrst frá.

Á Twitter síðu hópsins kemur fram að um hefnd sé að ræða fyrir meðferðina á tyrkneska landsliðinu.

Þessir óprúttnu aðilar náðu því að gera vefsíðuna óvirka en starfsmenn Isavia urðu fyrst varir við árásina síðdegis og lá vefsíðan niðri í tvo tíma. Á meðan árásunum stóð var ekki hægt að nálgast upplýsingar um brottfarir og komur á Keflavíkurflugvelli.

Sjá einnig: Tvær tölvuárásir gerðar á heimasíðu Isavia í dag

Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, var um að ræða svokallaða ddos árás þar sem framkölluð er umferð á vefsíðuna með þúsundum sýndarnotenda.

Þá varð vefurinn fréttaritsins Sunnlenska á suðurlandi einnig fyrir barðinu á óprúttnu aðilunum. Guðmundur Karl Sigurdórsson, ritstjóri Sunnlenska, greindi frá því á Twitter síðu sinni. Svo virðist þó vera að ekki sé um sömu aðila að ræða.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.